fbpx

FRÁ FJÖLLUM ÍTALÍU Á HEIMILI Á ÍSLANDI

BETA BYGGIRSAMSTARFSAMSTARF

Beta Byggir hefur verið í smá pásu undanfarið eftir létta framkvæmdakulnun. Eftir frí og ferðalög þá kemur hún fersk inn aftur. Heimilið er komið á ágætis stað núna – þó svo að það sé heill hellingur af smáatriðum eftir.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá fallegu borðplötunni sem við völdum. Við heimsóttum í raun bara einn stað og fengum frábæra þjónustu og fræðslu frá Granítsmiðjunni. Við vorum ákveðin í að velja nokkuð látlausan ljósan stein á móti eikar eldhúsinu, ég vildi hafa hann alveg basic á meðan Gunni vildi hafa smá líf í honum. Við enduðum einhvers staðar þarna mitt á milli –  og ég er í skýjunum með útkomuna!!

Fyrstu pælingar voru að fá kvarts stein, enda er hann kannski þægilegastur fyrir fjörugt fjölskyldulíf, auðveldur í viðhaldi og þolir vel hita og álag. Við fengum með heim nokkrar fallegar prufur sem okkur leist mjög vel á. Í næstu heimsókn fengum þó að fara baksviðs hjá þeim í Granítsmiðjunni og skoða alla náttúrusteinana sem þau höfðu uppá að bjóða. Þar var undirrituð algjörlega seld – það er svo mikil fegurð og saga í svona steinum, allir eru einstakir og maður getur ekkert stjórnað formi eða munstri. Steinarnir eru unnir úr fjöllum á Ítalíu og það var einhvern veginn ekki aftur snúið. Við vorum algjörlega heilluð af Kvartsít steini sem þau áttu til, ljós og líflegur, en ekki of mikið líf, það sem við leituðum eftir. Kvartsít er náttúrusteinn sem er ekki eins viðkvæmur og t.d. marmari. Hann þolir því hita vel og skilur ekki auðveldlega eftir för og rispur.

Ferðalag steinanna heillaði mig hvað mest og ég ætla því að segja ykkur aðeins betur frá því í máli og myndum.

Frá fjöllum Ítalíu inní eldhús í Skerjafirðinum

BYRJAR ALLT HÉR

ÁST VIÐ FYRSTU SÝN

OG SVO ERU ÞEIR SAGAÐIR OG UNNIR Í GRANÍTSMIÐJUNNI

STARFSMAÐUR Á PLANI

HEIMA Í SKERJAFIRÐINUM – Í DAG

Kvartssít er náttúrulegur steinn sem upprunalega er sandsteinn. Með hita og háum þrýsting í berginu breytist sandsteinninn í kvartssít með tímanum ..

Kvartsít steinninn okkar ber nafnið Matarazzo, hann er 3 cm breiður sem passaði svo vel við breiddina á lóðréttu listum eldhúsinnréttingarinnar. Glöggir lesendur sjá síðan að okkar steinn hefur nokkuð grófa áferð, semsagt ekki alveg pússaður og glansandi. Það var smá áhætta að velja það en við er mjög ánægð með niðurstöðuna, gólfin eru glansandi hvít og því er platan aðeins látlausari þegar hún glansar ekki líka. Við settum steininn á eldhúsinnréttinguna, inní lítinn tækjaskáp og svo einnig á eyju sem þið hafið eflaust séð hjá mér á mínum miðlum – einhvers konar blómaeyja eða kampavínseyja (á þannig dögum), sem tekur á móti gestum.

Ég er í skýjunum með þetta og hef síðustu vikurnar dásamað ítölsku fjalla-fegurðina sem núna býr heima hjá mér á Íslandi.

Mæli svo sannarlega með Granítsmiðjunni sem eru miklir fagaðilar og vanda til verka.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: BAD HAIR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    9. August 2022

    geggggjaðð!!!