fbpx

FORELDRAFRÍ Í ALTEA FEGURÐ

LÍFIÐ

Ég sagði ykkur frá hótelinu sem við gistum á í Altea HÉR fyrir helgi. Eftir að ég setti inn póstinn fékk ég enn fleiri spurningar út í dvalarstaðinn – spurningar sem ég hef ekki endilega svör við en ég hef reynt að gera mitt besta við að veita upplýsingar. Best er þó að senda þeim bara póst eða hringja og heyra í þeim hljóðið.

Altea er einn af fallegri stöðum sem ég hef heimsótt á Spáni og ég tók nokkrar myndir því til sönnunar. Gamli bærinn upp í hlíðinni er dásamlegur að öllu leiti en mér leið meira eins og ég væri stödd á Grikklandi innan um öll hvít/bláu húsin sem búa til sjarmann sem festist í minninu. Litlar hönnunarbúðir, reknar af heimafólki, góðir veitingastaðir og notaleg (róleg) stemning er upplifunin sem ég fékk af heimsókninni. Ég mun pottþétt keyra þangað aftur við tækifæri og mæli með því fyrir alla sem eiga leið um svæðið.

Við hittum “elstu börnin okkar” Þóru og Arnar sem spilaði með Gunna í Svíþjóð í tvö ár, á virkilega heitum degi – ég held að við hefðum frekar átt að taka stefnumót með þeim við sjóinn og eiga inni rölt í 40 gráðum … það var aðeins of heitt!! Lak af okkur öllum, þó við hefðum elt upp skuggann.

Við Gunni heimsóttum gamla bæinn nokkrum sinnum og þó að allt sé í sama þema þá sáum við eitthvað nýtt í hvert sinn sem við gengum göturnar.

Kjóll: Notes Du Nord / AndreA, Skór: Birkenstock

Spöng: AndreA, Kjóll: H&M (sundfatadeild), Veski: COS, Skór: WonHundred/GK gamlir

Foreldrafrí af bestu gerð <3 mömmu og móðursystur að þakka …. TAKK.

xx,-EG-.

 

 

DRAUMAHÓTEL Í ALTEA Á SPÁNI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    14. July 2019

    ELSKA Notes Du Nord kjólinn!!!!!! xxxx

  2. AndreA

    14. July 2019

    Æðiiiii
    Elska Altea ❤️ Fallegar myndir og ég kem með næst :)