English Version Below
Það er komið að því að setja upp hattinn og puttann fyrir UN WOMEN á Íslandi. Í fyrra tók ég þátt í þessu átaki í fyrsta sinn og nú verður þetta vonandi árlegt.
Með því að kaupa #fokkofbeldi húfuna styrkjum við verkefni UN Women sem miða að því að gera borgir öruggari fyrir konur og börn.
Ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er vandamál um allan heim. Konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og Reykjavík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi fyrir það eitt að vera konur. Víða um heim er slíkt ofbeldi daglegt brauð sem hamlar konum að lifa eðlilegu lífi eins og að ferðast til og frá vinnu, ganga í skóla eða eiga sér félagslíf.
Myndir: Saga Sig
Fokk ofbeldi húfan fæst í verslun Vodafone í Kringlunni og HÉR. Hún er þó eingöngu seld í takmörkuðu upplagi svo fyrstur kemur fyrstur fær!
Gefum ofbeldi fingurinn!
//
UN Woman in Iceland are running their campaign Fuck Violence and by buying a hat you show your support on the subject: HERE
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg