Færslan er unnin í samstarfi við S4S
Skór.is hefur gefið út gjafahandbók á netinu þar sem ég fékk þann heiður að babla örlítið um vetrartrendin í skóm. Lesið gjarnan að neðan … og HÉR
Haustið er liðið og veturinn hefur tekið á móti okkur. Það kallar á góðan skóbúnað en vöndum valið. Hér að neðan hef ég tekið saman fjögur falleg vetrarpör sem ég vil klæðast þessa dagana.
Skótískan er fjölbreytt í vetur, sé tekið mið af tískuvikum og götustíl síðustu misserin. Það eru margir stílar í gangi og því líklegt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
STÍGVÉL
Ég byrjaði fyrst að pæla í vetrar skótískunni á heitum degi á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í ágúst. Sumarið sýndi að stígvélatrendið var komið til að vera en ég gat ómögulega tekið þátt í því að svitna í leðurskóm upp að hnjám þegar tölurnar á hitamælinum sýndu tvo stafi. Ég beið því spennt eftir haustinu.
Margir kalla þetta “statement stígvél” því þau eru gjarnan áberandi og maður þarf smá hugrekki til að bera þau. Það eru þó að sjálfsögðu látlausari valkostir í boði. Há stígvél eru gríðarlega vinsæl um þessar mundir og ég fagna því að geta loksins tekið þátt í stuðinum, enda orðið töluvert kaldara þessa dagana. Persónulega myndi ég velja einföld og látlaus há stígvél en ýktari kúrekalúkk ef ég tæki lág.
GÖNGUSKÓR
Grófir gönguskór hljóma kannski ekkert svo sexy – eða hvað? Þeir geta samt vel orðið það ef þú dressar þá við rétta lúkkið. Notaðu þá í göngu upp á Esju og skiptu svo í kjól eins og ég sýni hér að neðan. Steldu stílnum.
SANDALAR MEÐ HÆL
Ég mæli með að kaupa sér jólaskó sem nýtast einni næsta vor. Svokallaðir sandalar með hæl eru fallegir á fæti við sokka í desember en ganga svo alla daga við gallabuxur í vor. Notagildi í kaupum er svo mikilvægt og ég reyni að hafa þá ávallt í huga við mín skókaup.
GRÓFIR STRIGASKÓR
Strigaskór í kulda og snjó – hljómar kannski ekki svo vel. Grófir strigaskór halda áfram í vetur eftir að Balenciaga startaði stuðin fyrir nokkrum árum síðan. Dad sneakers, eins og þeir eru kallaðir eru aðeins grófari með stærri og hærri sóla. Þó þeir séu grófir þá mæli ég þó ekki með að draga þá fram í slabbi eða snjó.
Þessi að neðan fást í Kaupfélaginu – fyrir hann og hana.
Ég vona að þessar hugmyndir hjálpi ykkur í skókaupum á næstunni. Hvort sem það eru statement stígél, gönguskór, jólaskór eða grófir íþrótta skór þá er lykilatriðið að velja par sem ykkur líður vel að klæðast. Það er óþarfi að fylgja öllum trendum og mikilvægara að velja þá sem þú sérð notagildi til að dressa bæði upp og niður eftir tilefnum – gleðileg skókaup!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg