fbpx

EYLAND: minimal-rock-chic

IMG_2492

Ofurkonan Ása Ninna Pétursdóttir hefur verið í verslunarrekstri um þónokkuð skeið. Kona sem tekið er eftir á hlaupum milli verslana í miðbænum þar sem hún rekur verslanir sem við þekkjum flest, fínu GK í Bankastræti og frábæru SUIT á Skólavörðustíg. Eitthvað hefur henni vantað meira að gera því síðasta árið hefur hún unnið hörðum höndum að nýju verkefni sem spennandi verður að fylgjast með. EYLAND er nefnilega væntanlegt í sölu í haust.

 

 

10563447_10152315565521871_452178114_n 10557220_694978437241888_178457352515868253_n 10377466_694980383908360_1379126937290869804_n 10505627_696815767058155_9059861416325858803_n10556402_697698393636559_4440624472991238380_n

Flíkurnar lofa góðu og því við hæfi að heyra meira um merkið og framtíðarsýnina.

Hvenær og hvernig kom upp sú hugmynd að hanna fatalínu?
EYLAND varð til fyrir rúmlega ári síðan. Þegar ég ákvað að fara út í að gera mitt eigið merki þá var ég mjög lengi að finna
nafn sem mér fannst passa. Nafnið þurfti að vera mjög sterkt og tengjast conceptinu vel. Þegar ég fór að grúska þá rakst ég á tilvitnun eftir
John Donne heimspeking sem ég heillaðist strax af.

Eyland er?
No man is an island entireof itself, every man is a piece of the content a part of the main.
Halldór Laxnes þýddi þessa tilvitnun eins og við flest höfum heyrt.  Enginn er EYLAND …
Mér finnst þetta mjög sterkt og falleg nafn sem passar mjög vel við hugmynd mína af merkinu og hvað mig langar að segja með því.
Það verður ein hliðarlína tengd merkinu sem hefur yfirskrift  úr sömu tilfvitnun – Because I am involved in mankind – Og hlakka ég mikið til að
geta sagt meira frá henni.

Hvar mun merkið fást?
Fyrsta línan átti að koma út síðasta haust en eins og kannski einhverjir vita þá lentum  við í miklu áfalli og röskun með búðina okkar GK á þessum tíma svo
að það setti öll plön úr skorðum og frestaði ferlinu töluvert.
Ég hélt áfram að vinna að þróun merkisins og hef tekið mér góðan tíma í hugmyndavinnu og áætlanir.
En núna er loksins komið að því að fyrsta línan komi út og verður hún til sölu í GK um miðjan október. Hugmyndin er að stórpartur línunnar verði svokallað slowfashion og hluti seasonal. Við ætlum að byrja fyrstu 2 seasonin rólega og vanda til verks og hafa frekar færri stíla en fleiri.

Við hverju megum við búast?
Stílinn er frekar hrár en clean cut og mikil áhersla lögð á alla detaila og frágang sem setur sterkan svip á línuna.
Leður er áberandi í fyrstu línunni og þegar við vorum að finna orð til að púsla saman stílnum varð til –  minimal-rock-chic.
Sterkar konur eins og Charlotte Gainsbourg, Patti smith go CoCo Chanel eru mér mikill innblástur og er draumur minn að
byggja upp merki fyrir sterkar, sjálfstæðar og töffaralegar konur sem vita hvað þær vilja og eru með húmor fyrir sjálfum sér og lífinu.

Takk fyrir spjallið Ása!
_

Það eru örugglega fleiri en ég sem bíða spennt eftir að fá að sjá meira. Instagram myndirnar að ofan eru aðalega frá töku fyrir merkið sem birtar verða í næsta Nude Magazine.  Það er því um að gera að tékka betur á því (um helgina?)

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

LANGAR: Y.A.S

Skrifa Innlegg