HEIMA HJÁ EINNI SMEKKLEGUSTU PÍU LANDSINS

Heimili

Þegar tískugúrúinn og hönnuðurinn Ása Ninna Pétursdóttir setur íbúðina sína á sölu þá er ekki annað hægt en að sýna frá því myndir hér á Trendnet. Ég hef áður reynt að blikka Ásu Ninnu í innlit fyrir hin ýmsu tímarit og það er sem betur fer bara ég og hún sem vitum hversu mörg þau skipti voru… Íbúðin sem staðsett er á besta stað á Sólvallagötu er björt og falleg með hvítlökkuðum gólfum sem er einkennandi ásamt nokkrum dökkmáluðum veggjum og fallegum munum í hverju horni. 

Það er sko fallegt heima hjá Ásu Ninnu, fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast frekari upplýsingar um íbúðina hér.

FATASALA DAGSINS

FATASALAFÓLK

Vinkonurnar Eva Katrín Baldursdóttir og Ása Ninna Pétursdóttir munu halda fatasölu á Loft hostel í dag – eitthvað sem ENGINN ætti að missa af.

11156384_10152934708446871_8553144217046915700_n

Í boði verða merki á borð við:
ACNE
ALEXANDER MCQUEEN
BERNHARD WILLHELM
BEST BEHAVIOR
COMPLEX GEOMETRIES
ELEY KISHIMOTO
FILIPPA K
HUMANOID
KRON BY KRONKRON
MARC BY MARC JACOBS
MARJAN PEJOSKI
PETER JENSEN
SHOE THE BEAR
SONIA BY SONIA RYKIEL
SONIA RYKIEL
STELLA MCCARTNEY
SURFACE TO AIR
TSUMORI CHISATO
VIVIENNE WESTWOOD
WON HUNDRED
WOODWOOD

… Semsagt , fjársjóður í formi fatnaðar.

Myndirnar að neðan hafa þær sett inn til að hita upp mannskapinn.

10649929_10152935538856871_7153098123055761864_n 20187_10152935542551871_340273316666621185_n 11159550_10152935547161871_7250031898025845695_n 10460538_10152935553541871_6073861876952663032_n 11173330_10152935530051871_838497798700548533_n 10518631_10153239700491575_3368120833494619810_n 11173374_10153239700291575_4435162465055793654_n 11156392_10153239700071575_2884554511563713271_n 10492478_10153239699856575_7234504091172617136_n 11188320_10153239699711575_1344592962723954837_n

Ef þið eigið að vera einhverstaðar í dag, þá er það á þessum merkja-fatamarkaði. Það er á hreinu!

Hvar: Loft Hostel
Hvenær: 13:00 – 18:00
Meira: HÉR

Happy shopping.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ENGINN ER EYLAND

FASHIONLOOKBOOK

 

eyland39

 Enginn er Eyland, eins og konan á bakvið fatamerkið orðar það. Ása Ninna er ein af sex hönnuðum sem taka þátt á Reykjavik Fashion Festival þetta árið og ein af þeim hönnuðum sem ég bíð hvað spenntust eftir að sjá meira frá. Eyland kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir jólin og ætlar hún sér greinilega stóra hluti með merkið. 

Teknar voru nýjar myndir á dögunum sem sýna klæðin betur en áður. Það var engin önnur en Saga Sig sem tók myndirnar í gamalli skemmu í Reykjavikurborg. Hrátt og heillandi. Línan er mjög töffaraleg, mikið svart og mikið leður. Hvítt og grátt fær að fylgja með og það eru mjög skemmtilegir detail-ar á flíkunum – rennilásar, rendur og tölur.

Ég fékk þann heiður að fá að frumsýna lookbook-ið hér á blogginu – Njótið !

eyland60 eyland40 eyland48 eyland13 eyland4 eyland15 eyland9 eyland50 eyland37 eyland23 eyland10 eyland54 eyland26 eyland34 eyland1 eyland6 eyland2 eyland41 eyland45 eyland8 eyland30 eyland55

 

 

Ljósmyndir: Saga Sig.
Stílisering og listræn stjórnun: Erna Bergmann
Make up & hár: Fríða María Harðardóttir
Módel: Stefanía Eysteins (hjá Eskimó)Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

EYLAND: minimal-rock-chic

IMG_2492

Ofurkonan Ása Ninna Pétursdóttir hefur verið í verslunarrekstri um þónokkuð skeið. Kona sem tekið er eftir á hlaupum milli verslana í miðbænum þar sem hún rekur verslanir sem við þekkjum flest, fínu GK í Bankastræti og frábæru SUIT á Skólavörðustíg. Eitthvað hefur henni vantað meira að gera því síðasta árið hefur hún unnið hörðum höndum að nýju verkefni sem spennandi verður að fylgjast með. EYLAND er nefnilega væntanlegt í sölu í haust.

 

 

10563447_10152315565521871_452178114_n 10557220_694978437241888_178457352515868253_n 10377466_694980383908360_1379126937290869804_n 10505627_696815767058155_9059861416325858803_n10556402_697698393636559_4440624472991238380_n

Flíkurnar lofa góðu og því við hæfi að heyra meira um merkið og framtíðarsýnina.

Hvenær og hvernig kom upp sú hugmynd að hanna fatalínu?
EYLAND varð til fyrir rúmlega ári síðan. Þegar ég ákvað að fara út í að gera mitt eigið merki þá var ég mjög lengi að finna
nafn sem mér fannst passa. Nafnið þurfti að vera mjög sterkt og tengjast conceptinu vel. Þegar ég fór að grúska þá rakst ég á tilvitnun eftir
John Donne heimspeking sem ég heillaðist strax af.

Eyland er?
No man is an island entireof itself, every man is a piece of the content a part of the main.
Halldór Laxnes þýddi þessa tilvitnun eins og við flest höfum heyrt.  Enginn er EYLAND …
Mér finnst þetta mjög sterkt og falleg nafn sem passar mjög vel við hugmynd mína af merkinu og hvað mig langar að segja með því.
Það verður ein hliðarlína tengd merkinu sem hefur yfirskrift  úr sömu tilfvitnun – Because I am involved in mankind – Og hlakka ég mikið til að
geta sagt meira frá henni.

Hvar mun merkið fást?
Fyrsta línan átti að koma út síðasta haust en eins og kannski einhverjir vita þá lentum  við í miklu áfalli og röskun með búðina okkar GK á þessum tíma svo
að það setti öll plön úr skorðum og frestaði ferlinu töluvert.
Ég hélt áfram að vinna að þróun merkisins og hef tekið mér góðan tíma í hugmyndavinnu og áætlanir.
En núna er loksins komið að því að fyrsta línan komi út og verður hún til sölu í GK um miðjan október. Hugmyndin er að stórpartur línunnar verði svokallað slowfashion og hluti seasonal. Við ætlum að byrja fyrstu 2 seasonin rólega og vanda til verks og hafa frekar færri stíla en fleiri.

Við hverju megum við búast?
Stílinn er frekar hrár en clean cut og mikil áhersla lögð á alla detaila og frágang sem setur sterkan svip á línuna.
Leður er áberandi í fyrstu línunni og þegar við vorum að finna orð til að púsla saman stílnum varð til –  minimal-rock-chic.
Sterkar konur eins og Charlotte Gainsbourg, Patti smith go CoCo Chanel eru mér mikill innblástur og er draumur minn að
byggja upp merki fyrir sterkar, sjálfstæðar og töffaralegar konur sem vita hvað þær vilja og eru með húmor fyrir sjálfum sér og lífinu.

Takk fyrir spjallið Ása!
_

Það eru örugglega fleiri en ég sem bíða spennt eftir að fá að sjá meira. Instagram myndirnar að ofan eru aðalega frá töku fyrir merkið sem birtar verða í næsta Nude Magazine.  Það er því um að gera að tékka betur á því (um helgina?)

Áfram Ísland!

xx,-EG-.