fbpx

TRYLLT FYRIR & EFTIR HJÁ ÁSU NINNU

HeimiliSamstarf

Fröken Ása Ninna Pétursdóttir, fatahönnuður og tískudrottning hefur staðið í ströngu að gera upp fallegt heimili sitt í miðbæ Reykjavíkur – þið ykkar sem hafið gott minni munið eflaust eftir því í byrjun síðasta árs þegar við byrjuðum að fylgjast með þessu spennandi verkefni hjá Ásu Ninnu og núna er loksins komið að því að sýna ykkur afraksturinn. Tíminn flaug svo frá okkur og eins og þeir sem staðið hafa í framkvæmdum þekkja vel, þá gerist þetta ekki á einni nóttu. Núna tæpu ári síðar er allt orðið klárt og heimilið orðið þvílíkt glæsilegt og er jafnframt á leið á sölu – byrjum á því að skoða hvernig heimilið var fyrir breytingu og heyrum í Ásu Ninnu  ♡

Hversu langan tíma tóku framkvæmdirnar? Ég ákvað að byrja þessar framkvæmdir í febrúar 2018. Planið var að ráðast í allt í einu og klára þetta fljótt af eins og sönnum Íslendingi sæmir. En svo komu allskonar hlutir uppá og urðu framkvæmdirnar á baðherberginu svona eins og einhver baðherbergis spennutryllir. Þetta var orðið eins og Never ending story 2 (bathroom version.)

Hvað er það helsta sem þú gerðir? Stærstu breytingar í íbúðinni voru því breytingarnar inn á baði þar sem ALLT var tekið út. Þegar ég segi allt þá meina ég að ég var bara þakklát fyrir það að útveggirnir fengju að halda sér svo mikið var brotið og borað, haha!!  En svo myndi ég segja að gólfefnin á allri íbúðinni sé það sem breyti heildarútlitinu einna mest. Þegar ég keypti íbúðina þá reif ég bara af teppið sem var fyrir og málaði steypuna undir með hvítri gólfmálningu. Það kom mjög vel út á myndum en þegar tíminn leið varð þetta svakalega subbulegt og sá mikið gólfinu. Þegar ég svo fór að velja parket þá ákvað ég að breyta alveg og vardi grásvart harðparket frá Bauhaus. Þar sem íbúðin var öll máluð í frekar dökkum litum þá ákvað í í framhaldinu að lýsa hana alla svo að hún yrði ekki of drungaleg. Ég er mikið fyrir liti og finnst mikilvægt að vanda til verks að velja réttu litapallettuna. Ég fékk mikla aðstoð frá henni Árnýju í Sérefni sem hjálpaði mér að velja nýja liti á alla íbúðina. Ég er því rosalega ánægð með útkomuna. 

Skoðum heimilið fyrir breytingar – munurinn er ótrúlegur!

Horft úr stofu inn í svefnherbergi –

Er eitthvað sem þig langaði að gera en náðir ekki? Já ég hefði jafnvel viljað ná að færa eldhúsið inn í borðstofu. En það var upphaflega planið. Þá væri eldhús og borðstofa þar sem nú er borðstofa og þá þrjú góð herbergi. En eldhúsið liggur við hliðina á borðstofunni svo að það ætti að vera lítið mál að færi það yfir svona lagnalega séð. En kannski verður það bara verkefni næstu eiganda.

Fékkstu aðstoð fagfólks eða gerðir þú mest sjálfÉg fékk aðstoð fagfólks að mestu leiti í baðherberginu enda eru þær framkvæmdir þess eðlis. Ég held að það sé mjög mikilvægt að velja góða fagmenn í pípulagnir og múrverk til að allt sé 100%.  Ég fékk einnig málara með mér til að mála íbúðina að hluta en málaði líka mikið sjálf.

Núna ætlar þú að selja um leið og allt er orðið svona fínt. Er einhver eftirsjá að hafa ekki gert þetta fyrr og fengið að njóta lengur? Já það er svolítið skrítið að setja íbúðina á sölu núna akkúrat þegar hún er orðin svona fín og framkvæmdirnar búnar. En síðan ég keypti íbúðina hef ég búið þar ein með sonum mínum tveimur. En núna eru fjölskylduhagir aðeins breyttir þar sem Amor bankaði all hressilega á dyr á síðasta ári og ný ævintýri  og breytingar í vændum. En ég viðurkenni að ég mun sjá mikið eftir þessum gullmola.

Lumar þú á ráði handa þeim sem eru í breytingar hugleiðingum? Skipuleggja vel og gera fjárhagsáætlun. Held að mjög margir, þar á meðal ég, vaði svoldið blint út í framkvæmdir. Þetta virkar alltaf svo einfalt í byrjun en flækjustigin geta verið endalaus og það er besta að hafa plan A, B og C. Og vera vel undirbúin undir óvæntar uppákomur.

Kom eitthvað þér á óvart í framkvæmdunum? Ég hef ósjaldan farið í framkvæmdir og finnst það reyndar mjög gaman. Sérstaklega þegar lokaútkoman er svona góð. En ætli það sem hafi kannski komið mér mest á óvart í þessum breytingum öllum er hversu mikið litir geta gert fyrir rými. Það er hægt að breyta svo miklu með góðri málingu og réttu vali á litum. Ég eyddi ófáum klukkustundunum í Sérefni þar sem við Árný fórum yfir myndir og stemmings pælingar. Það er alltaf mjög gott að fá álit frá fólki sem veit hvað það syngur.

Hér má sjá ganginn fyrir breytingu en hér varð gífurleg breyting með fallegu gólfefni og allt var málað í hlýjum bleikum lit – líka loftið!

Eldhúsið var það sem fékk að halda sér, en upphaflega var hugmyndin að færa það inn í borðstofu.

Hér var búið að velja fallegan bleikan lit á stofuna – en við Ása eigum það sameiginlegt að elska bleika litinn!

Hér að neðan má svo sjá framkvæmdarmyndir af baðherberginu sem er hið glæsilegasta eftir breytinguna.

Og svo eru það myndirnar eftir breytingu – eruð þið tilbúin?

Ég trúi því varla að hér sé um sama heimili að ræða – sjáið hvað litir geta gjörbreytt rými.

Hver er uppáhalds staðurinn á heimilinu? Uppáhaldsstaðurinn er klárlega stofan og borðstofan. Það rými er svo bjart, opið og fallegt með dásamlegu útsýni.

En uppáhalds hluturinn? Uppáhaldshluturinn minn er ábyggilega Hans Wegner stóllinn minn sem heitir Cigaren og var eitt það fyrsta sem amma mín og afi keyptu sér í búið. Draumurinn er að setja svo nýtt áklæði á hann með tímanum. 

Stofa : Málning frá Sérefni, litur : Heartwood.  Loftljós og barborð : Snúran.

Borðstofa. Málning frá Sérefni, litur: Hop Greige. Loftljós: Tom dixon Copper shade. Hægindarstóll: Cigaren.

    

Svefnherbergi: Málning Sérefni : litur Tant Johannas Gröna. Rúmgafl, teppi og púðar úr Snúrunni.

Gangur: Málning Sérefni. Aðalliturinn heitir : Restful Melune. Sem er svona dusty, ljós bleikur. Svo lakkaði ég allar hurðar og karma með matt svörtu lakki úr Sérefni. Loftljós og Veggljós : Wave úr Snúrunni. Bekkur úr Snúrunni. Parket úr Bauhaus.

Ljósmyndari : Jónatan Grétarsson 

Baðherbergi: Flísar, blöndunartæki og handklæðaofn allt úr Bauhaus (lét svo sprauta handklæðaofninn í Pólýhúðun). Málning frá Sérefni sem er sérstaklega rakavarin, litur : Dusky Melune. Spegill, ljós og smáhlutir úr Snúrunni. 

VÁ útkoman er auðvitað algjörlega æðisleg og litavalið sérstaklega smekklegt. Sjáið líka hvað það varð hlýlegt með nýju gólfefni og mildum litum á veggina. Fyrir þau ykkar sem eruð í íbúðarhugleiðingum smelltu þér þá yfir á fasteignasíðuna og sjáðu frekari upplýsingar um eignina – sjá hér. 

Þetta verkefni tók sinn tíma en var biðarinnar virði – glæsileg útkoma, bravó!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LONDON TIPS // SKETCH VEITINGARSTAÐURINN

Skrifa Innlegg