fbpx

ESSIE JÓL – MÍNIR UPPÁHALDS VETRARLITIR

BEAUTYLÍFIÐ

Ég hef lakkað mig með Essie í mörg ár og er því mjög þakklát fyrir samstarf mitt með því eðal naglalakks merki.

Rautt um jólin? Það er oftast mitt val en þar er lykilatriði að velja réttan rauðan lit, ég mæli með Fifth Avenue eða Too Too hot. Grænt er líka gott og á jólunum myndi ég mæla með litnum Lucite of Reality, þið verðið ekki svikin! Fyrir nýja árið er það svo Mint Candy Apple sem undirrituð á eflaust eftir að taka ástfóstri við.

Fleiri fallegar hugmyndir finnið þið hér að neðan, mínir uppáhalds úr vetrarlínunni:

Vissuð þið að öll naglalökkin frá Essie eru vegan? Þau innihalda 8free formúlu og eru cruelty free vörumerki. Til fyrirmyndar.

Too Too hot.

Mint Candy Apple

 

Minn mest notaði á árinu, Blanc
Svo hátíðlegt að dampa smá glimmer yfir – Luxe – A Cut Above

Mrs Always Right
Terracotta rósableikur rómantískur litur með kremkenndum nude undirtón, oui oui.

 

Takk Sara Dögg fyrir förðun, Erna Hrund fyrir lökkun og Helgi Ómars fyrir myndir
Enn meira úrval af Essie finnið þið í Hagkaup, apótekum, víða í snyrtivöruverslunum og líka HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: MARGRA BOLLA MÁNUÐUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

    • Elísabet Gunnars

      16. December 2021

      Takk elsku <3