English Version Below
Gömul Geysis auglýsing sem er í uppáhaldi undiritaðrar – þvílík fegurð!
Geysir heldur í hefðina og sýnir haust og vetrarlínu sína á tískusýningu sem enginn vill missa af. Sýningin fer fram að viku liðinni (22. september) í Héðinshúsinu við Seljaveg 2 og mikið vildi ég óska að ég kæmist. Það verða þó Trendnetarar á svæðinu ef ég þekki mitt fólk rétt og ég læt mér nægja að fylgjast með í gegnum þeirra miðla. Síðustu árin hafa Geysis fólk gert þetta virkilega vel með því að velja fallegt location fyrir viðburðinn sem passar einkar vel íslenska hönnun Ernu Einarsdóttur.
Í pósthólfinu í morgun voru allar helstu upplýsingar um sýninguna sem í ár ber nafnið Skugga Sveinn og er fjórða fatalína Ernu fyrir Geysi. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim.
Haustherferðin sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862.
Sigurður málari var áhrifamikill listamaður en einnig mætti kalla hann fyrsta íslensku fatahönnuðinn í nútímamerkingu þess orðs en Sigurður skapaði nýjan íslenskan þjóðbúning kvenna á 19. öld sem íslenska fjallkonan hefur skartað alla tíð síðan.
//
The Icelandic shop Geysir will present their AW17 collection next Friday ( 22th of September). Their design is known for being very Icelandic and of course beautiful. More info about the event HERE.
Peysa: Geysir
Bolur: Geysir
Dress: Geysir
Slá: Geysir
Fjölmennið endilega sem flest. Fyrstu 150 gestirnir sem mæta á svæðið fá veglega gjafapoka með ýmsum glaðningum frá Geysi, MAC, Davines, Omnom, Súpubarnum, Sjávarsmiðjunni, Íslenskri Hollustu og Saltverk.
Ég á nokkrar Geysis flíkur sem ég elska að nota búsett erlendis … vonandi verð ég jafn hrifin af næstu línu sem fer í sölu í Geysi daginn eftir sýninguna, 23.september. Ég kann mjög vel að meta þennan nýja máta, að flíkurnar séu til sölu beint eftir sýningu.
Áfram Ísland!
Meira: HÉR
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg