fbpx

DRESS: “LJÓTIR” STRIGASKÓR

LÍFIÐSAMSTARF
Skóna fékk ég að gjöf.

Ég man þegar ég talaði um að “ljótir strigaskór” yrðu nýtt trend 2018. Því ljótara því betra … ;) Ég var svo ekki fyrr búin að sleppa orðinu þegar ég var sjálf byrjuð að klæðast slíku. Þeir nýjustu í mínum skóskáp eru gjöf frá Steinari Waage í Smáralind sem kom mér skemmtilega á óvart með fallegu vöruúrvali frá Calvin Klein. Ég vissi ekki að sú verslun væru að selja skó frá herra Klein en þarna fékk ég valkvíða þegar ég valdi á milli tveggja. Báðir minna heldur mikið á Balenciaga sem startaði stuðinu sem margir fylgdu fast á eftir.

Hér er komið haust og ég á í love/hate sambandi við árstíðina sem skall á mig með engu boði á undan sér. Vissulega finnst mér gaman að klæða mig í mörg lög af fötum og því ætla ég að vera jákvæð á komandi vikur. Áfram við!

Frakki: Burberry/Vintage ,Veski: LouisVuitton/Vintage, Skyrta: COS, Leðurbuxur: Selected, Skór: CK

xx,-EG-.

Þarf auðvitað ekki að taka það fram, en mér finnst skórnir mjög flottir.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HUGSAÐ UM HÚÐINA

Skrifa Innlegg