fbpx

DRESS: KLÆÐUMST SVÖRTU

DRESSLÍFIÐ

Stjórn FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, miðvikudaginn 31.janúar. Með þessu er markmiðið að konur sýni samstöðu sína og stuðning við #metoo byltinguna.

Viðurkenningarhátíð FKA er haldin 31.janúar en þetta er stærsti viðburður FKA á hverju ári. Með því að velja þennan dag vill stjórn FKA undirstrika hversu mikilvægt það er að #metoo byltingunni verði fylgt eftir í orði, í verki og af þeirri virðingu sem hún á skilið.

Ég tók þátt og fór svartklædd út úr húsi í morgun og vona að þið gerið slíkt hið sama.

Náttblússa: Lindex, Gallabuxur: Lindex, Jakki: Acne, Sólgleraugu: Han Kjobenhavn/Húrra Reykjavik, Skór: Billibi

Og svo einn rótsterkur svartur kaffibolli ;)

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

ÓSKALISTINN: JANÚAR

Skrifa Innlegg