Yfirhöfnin í færslunni var gjöf ..
Þessi haustflík hljóp á eftir mér út úr Smáralindinni fyrr í haust, (í orðsins fyllstu merkingu!) .. Ég tók hana frá í VILA og ætlaði að koma daginn eftir en verslunarstjórinn hljóp á eftir mér gjafmildið uppmálað seinna um kvöldið þegar ég ætlaði að stinga af úr verslunarmiðstöðinni – takk fyrir mig. Ég hefði samt alveg komið og keypt hana daginn eftir, það mikið kallaði hún á mig.
Hún heillaði strax fyrir þær sakir hvað hún minnir mig á flík drauma minna sem GUDRUN vinkona mín hannar. Ég mun eignast yfirhöfn frá þeim uppáhalds fatahönnuð einn daginn … er að safna <3
Ég hef klæðst þessari haustflík mjög mikið síðustu vikurnar og það hefur ekki farið fram hjá ykkur sem fylgið mér á Instagram að hún er vel metin af undiritaðri.
Kápa: Vila, Buxur: Vila (margra ára gamlar), Skór: Bianco (margir spurðu mig um þá: HÉR)
Afhverju þarf maður að eiga svona mikið af yfirhöfnum? Sú flík sem ég kaupi lang lang mest af, engin spurning.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg