Bleika slaufan og Krabbameinsfélagið velja árlega einn dag þar sem þau hvetja almenning til að klæðast bleiku til að minna enn frekar á bleikan oktober og bleiku slaufuna (hvað eru mörg “bleikt” í því?) …
Ég sagði hér frá átakinu í ár sem er tileinkað öllum mömmum með það að markmiði að vekja athygli á brjóstakrabbameini.
Í dag er það því bleiki liturinn sem ræður ríkjum hér á bæ og örugglega hjá mörgum af mínum lesendum.
Ég skellti yfir mig bleikri yfirhöfn í tilefni dagsins. Kápan er ný í mínum fataskáp frá bleiku fatalínu Lindex sem kom í búðir fyrr í vikunni. 10% ágóði af söluandvirði línunnar rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins en þannig leggur verslunin sitt af mörkum eins og fyrri ár – fallegt!
Mér finnst yndislegt að sjá að margar íslenskar verslanir hafa fundið leiðir til að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Ég kem inná bleikar fallegar kauphugmyndir fljótlega á blogginu.
Hattur: Spútnik, Bolur: SUIT herrabolur af Gunna /GK Reykjavík, Kápa: Lindex, Buxur: Levis Vintage, Skór: GS Skór, Varalitur: Loreal/Riche
Ég tók kápuna í einu númeri stærra en ég er vön og get með því móti notað hana yfir aðra jakka seinna í vetur. Ég er reyndar mjög hrifin af síðum ermum þessa dagana og því er ekki verra að geta mótað venjulegar flíkur að því fallega trendi, eins og gerist í þessu tilviki.
//
Today, 14 october, is a pink Friday (in Iceland at least – not sure how it is here in Sweden for example?) for breastcancer awareness. I am wearing my new Lindex coat from the pink collection, old hat, Suit t-shirt (stolen from my boyfriend) and a Levis vintage denim.
Happy pink Friday!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg