Það er skemmtileg saga á bakvið skyrtuna sem ég klæðist á þessum myndum, ég hef nefnilega fengið nokkur hrós fyrir hana eftir að hún birtist á síðum Morgunblaðsins um síðustu helgi. Sama morgun og myndirnar voru teknar fékk ég hana að láni þegar ég hljóp út úr húsi í flýti. Það eru því ekki margir sem trúa því en elsku afi minn á hana og hún var það áhugaverðasta sem ég sá þegar ég leit inn í fataskáp sem ég deildi með honum(og ömmu) í nokkra daga þegar ég gisti hjá þeim á Íslandi. Ég er reyndar bara að segja honum frá því hér í fyrsta sinn – svo, takk fyrir lánið afi minn – mér fannst ég svaka pæja í flík af þér í heilan dag.
Höfuðfat: GinaTricot
Skyrta: Af afa
Buxur: Zara
Hálsmen: &OtherStories
… Ef okkur vantar “nýja” flík að klæðast á daginn þá er hún ekkert endilega hangandi í fataverslunum heldur getum við spurt fyrir hjá pabba, afa eða kærasta um skyrtur sem ekki eru í notkun og eignað okkur sem okkar? Stundum sem lán en mögulega til frambúðar.
Góða (langa) helgi kæra fólk.
Njótið vel og ekki gleyma að merkja #TRENDNET #66NORTH til að leyfa okkur að fylgjast með ferðum ykkar.
Skrifa Innlegg