Barcelona ferðin fór að mestu í það að hlaða batteríin. Afslöppun og almenn leti einkenndi þá daga sem við vorum þar – það var dásamlegt. Eitthvað kíktum við þó út og þá reyndi maður að pæja sig meira upp.
Sloppur: Urban Outfitters
Hálsmen: H&M
Kjóll: Hlýrabolur í XL frá herradeild H&M (Takk fyrir lánið Gunni)
Skór: WonHundred / GK Reykjavik
– ég sá að þeir eru ennþá til sem kom mér mikið á óvart!! HÉR fyrir áhugasama
Þetta kvöld borðuðum við á drauma tapas stað sem vinkona mældi með við mig. Ég get ekki annað en mælt með honum sömuleiðis fyrir ykkur. Staðurinn heitir El Naciona sem hljómaði ekkert sérstaklega vel fannst mér í fyrstu. Annað kom á daginn og var stemningin, fólkið og maturinn til fyrirmyndar. Veitingastaður sem áður var bílastæði en hefur nú verið breytt í mjög stóran stemningsstað. Því miður var myndavélin mín batterislaus en HÉR getið þið skoðað hann nánar.
Góða kvöldstund.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg