DRESS: NORSE PROJECTS

DRESSLÍFIÐSHOPUncategorized

English Version Below

26751_105da8f28d-nw55-00329999-4-bigimg_8304

Æ þessi bláa rúllukragapeysa má líka verða mín? … @elgunnars

Loksins heimsótti ég Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Ég hafði gert mér miklar væntingar til verslunarinnar sem stóðst þær svo sannarlega. Merkjavalið er hin fullkomna blanda sem tískuunnendur sækjast eftir – minimalísk skvísa hittir hipsterinn sem býr í okkur öllum? Hvernig hljómar sú myndlíking? haha
Ég hafði svosem fylgst vel með netversluninni og þekkti því eitthvað af vöruúrvalinu sem lendir svo oft í “Frá toppi til táar” hjá mér. En að mæta á staðinn var einhvernveginn betra … ekki skemmdi fyrir hversu sætar starfsstúlkurnar voru. ;)

Ég fór ekki tómhent út … því þessi dásamlega vetrarkápa kom með mér. Flík sem verður langlíf í mínum fataskáp er ég alveg viss um. Frá Norse Project – merki sem ég er að kynnast uppá nýtt þessa dagana.

Við Manu á Leifsstöð –

img_8560img_8520 img_8559

Moi
Hattur: Spútnik, Kápa: Norse Projects/Húrra Reykjavik, Skór: New Balance/gamlir
Manuel
Húfa: My Alpaca/Baldursbrá, Peysa: My Alpaca/Baldursbrá, Buxur: Name It, Skór: Nike/Petit.is

 

//

Finally I visited Húrra Reykvavík at Hverfisgata in Iceland. This store is one of my favorite with a perfect bland of Scandinavian labels. I couldn’t leave empty handed so this beautiful coat went home with me. From Norse Projects – a label I am getting to know all over again.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

DRESSLÍFIÐ

11716016_10153103902492568_1964587051_n
Barcelona ferðin fór að mestu í það að hlaða batteríin. Afslöppun og almenn leti einkenndi þá daga sem við vorum þar – það var dásamlegt. Eitthvað kíktum við þó út og þá reyndi maður að pæja sig meira upp.


11696523_10153103902517568_1905768420_n photo 3 photo 1
Sloppur: Urban Outfitters
Hálsmen: H&M
Kjóll: Hlýrabolur í XL frá herradeild H&M (Takk fyrir lánið Gunni)
Skór: WonHundred / GK Reykjavik
– ég sá að þeir eru ennþá til sem kom mér mikið á óvart!! HÉR fyrir áhugasama

Þetta kvöld borðuðum við á drauma tapas stað sem vinkona mældi með við mig. Ég get ekki annað en mælt með honum sömuleiðis fyrir ykkur. Staðurinn heitir El Naciona sem hljómaði ekkert sérstaklega vel fannst mér í fyrstu. Annað kom á daginn og var stemningin, fólkið og maturinn til fyrirmyndar. Veitingastaður sem áður var bílastæði en hefur nú verið breytt í mjög stóran stemningsstað. Því miður var myndavélin mín batterislaus en HÉR getið þið skoðað hann nánar. 

Góða kvöldstund.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR