fbpx

DRAUMA HAUSTFLÍKUR FARA Í SÖLU Í FYRRAMÁLIÐ


LÍFIÐSAMSTARFSHOP

Halló Ísland! Ég er á leiðinni .. þessi færsla er skrifuð í háloftunum.

„Þessi lína hyllir nútímakonuna. Hún er frjáls, valdamikil og stendur fast á sínu.”

Ég þarf þessa skyrtu í líf mitt, það er á hreinu.

H&M STUDIO fer í sölu á morgun, fimmtudaginn 5.september klukkan 11:00 og ég get ekki beðið eftir að standa vaktina og taka á móti ykkur öllum þar. Síðast myndaðist röð fyrir utan og mér heyrist á öllu að það verði sama staðan í þetta sinn. Við Íslendingar elskum allt sem kemur í takmörkuðu upplagi …. ég er líka sek um það.

Það er einungis H&M í Smáralind sem fær Studio línuna í sölu og ég verð mætt þangað í fyrramálið til að taka á móti ykkur. Boðið verður upp á kaffi og með´ í en líka sódavatn fyrir þá sem kjósa það frekar. 

Fyrstu viðskiptavinir fá dásamlegan gjafapoka sem valinn er af mér en pokinn inniheldur hárspennur, sérhannað Omnom súkkulaði og íslenskt já takk fyrir húðina frá Bio Effect – vei!

Haustlínan frá H&M STUDIO ber nafnið Magical Realism sem vísar í dulúð og dramatík. Ég elska lýsinguna á línunni í ár frá yfirhönnuðinum, Angelica Grimborg:

„Við fengum innblástur fyrir línuna með því að skoða töfrana sem finna má í hversdagslífinu. Sérhver flík í línunni er hönnuð til að endurspegla innsæi hinnar nútímalegu framakonu, sem er að nánast allan sólarhringinn. Hún vill fatnað sem er langvarandi og tímalaus en samtímis með mjúklegt yfirbragð. Það eru margar flíkur og samsetningar í línunni sem eru sígildar og munu endast um ókomin ár.“

Kjóllinn er í sama sniði og sá sem ég elskaði úr vorlínunni og hef notað svo mikið. Finnst svo næs að kjólar haldi áfram að vera sýnilegir inn í veturinn og þá er svart og hvítt alltaf örugg samsetning að mínu mati.

Hér hafið þið Elísabetu Gunnars fyrir H&M STUDIO AW19:

Myndirnar voru teknar á götum Osló í 25°og sól …. og ég klæddist ullarfötum – leikið þetta ekki eftir heima, mér var mjööög heitt ;) Ljósmyndari var Ignat Wiig og um förðun sá Linda Nicolay og ekki má gleyma sérlegum aðstoðarmanni, Önnu Margréti Gunnarsdóttur.

Þessi er æææðiii og sjáiði líka skóna, bilast.
Rauða peysan er sú flík sem ég ákvað fyrst að mig langaði í, hún er stutt, flegin og með löngum ermum – hið fullkomna snið fyrir mig. Bíðið bara eftir að þið sjáið leðurbuxurnar betur (!) þær eru drauma.
Hér sést líka aðeins í nærfatnaðinn …

Skoðið línuna í heild sinni –  HÉR

Hlakka til að hitta ykkur.

xx,-EG-.

Viljið þið eiga möguleika á að vinna flík úr línunni? Fylgið mér á Instagram @elgunnars 

ALEXANDRA HELGA SELUR AF SÉR SPJARIRNAR FYRIR GOTT MÁLEFNI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    4. September 2019

    Svo fallegar myndir! Fallegir litir og þú gorg! x

    • Elísabet Gunnars

      4. September 2019

      Takk elsku Sigríðurr <3