fbpx

TRENDNÝTT

 • Flokkar

 • H&M STUDIO: MAGICAL REALISM

  KYNNING

  Hvað er H&M STUDIO? 

  H&M Studio er sérhönnuð lína frá H&M sem kynnir komandi strauma og stefnur tískunnar. Línan kemur í takmörkuðu úrvali í útvaldar verslanir (þar á meðal í H&M Smáralind) tvisvar á ári og er hönnuð af sérstöku Studio hönnunarteymi í Stokkhólmi. Þið munið kannski eftir því þegar Elísabet Gunnars okkar klæddist vor/sumar fatalínunni og birtist á forsíðu H&M: HÉR fyrr í vor. Á þeim tíma voru margir íslendingar að kynnast STUDIO fatalínunni í fyrsta sinn.

  Það er svo í dag sem við fáum að sjá fyrstu myndir af H&M Studio fyrir haustið/veturinn línan kallast „Magical Realism” en hún endurspeglar dulúð og dramatík. Við kunnum að meta það! Línan samanstendur af skörpum sniðum, silkikjólum og klassískum prjónaflíkum.

  Myndir: Christian MacDonald
  Stílisti: Ludivine Poiblanc
  Fyrirsæta: Adut Akech

  Studio kemur í takmörkuðu upplagi og verður fáanleg í völdum H&M verslunum frá 5. september, þar á meðal í H&M Smáralind.

  Studio línan er hönnað með því markmiði að hún sé fjölhæf, klassísk og en að sama skapi ýtir hún hugmyndum um klassískan klæðnað út fyrir mörkin með nútímalegra yfirbragði. Lykilflíkur línunnar eru síður kjóll með draummkenndu munstri í kremlituðu og svörtu, tignarleg kremlituð skyrta úr þéttum bómull, þunnur heiðgulur rúllukragabolur, tvílitaður kjóll í svörtu og sinnepsgulu, svartur stuttu skokkur úr silkiblöndu og vínrauð peysa úr ull með djúpu hálsmáli.

  „Við fengum innblástur fyrir línuna með því að skoða töfrana sem finna má í hversdagslífinu. Sérhver flík í línunni er hönnuð til að endurspegla innsæi hinnar nútímalegu framakonu, sem er að nánast allan sólarhringinn. Hún vill fatnað sem er langvarandi og tímalaus en samtímis með mjúklegt yfirbragð. Það eru margar flíkur og samsetningar í línunni sem eru sígildar og munu endast um ókomin ár, “ segir Angelica Grimborg, yfirhönnuður H&M Studio.

  „Þessi lína hyllir nútímakonuna. Hún er frjáls, valdamikil og stendur fast á sínu. Stíllinn hennar er klassískur í bland við nútímalega hönnun. Við völdum að taka myndirnar fyrir herferðina á iðandi götum New York borgar. Borgin sem aldrei sefur er bræðslupottur orku og fjölbreytni og er táknræn fyrir frelsi og styrk, “segir Ludivine Poiblanc,stílisti og listrænn ráðgjafi.

  VIÐ HLÖKKUM TIL!

  //
  TRENDNET

  Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST: H&M OPNAR Á AKUREYRI

  Skrifa Innlegg