Gleðilegan HönnunarMars sem hefst í dag. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þessi mikilvæga íslenska hönnunarhátíð yfirleitt í mars en útaf svolitlu þá var hún færð þangað til núna. Það eru spennandi dagar framundan með um 80 sýningum og 100 viðburðum víða um höfuðborgarsvæðið. Ég hvet ykkur til að skoða dagskránna í heild sinni HÉR, á vefsíðu Hönnunarmars.
Eitt af fjölmörgum áhugavörðum verkefnum á hátíðinni í ár er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem hvetur okkur til þess að klæðast íslensku næstu daga og merkja dressið #íslenskflík á samfélagsmiðlum.
“#íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna.”
Lesið meira um málið á íslenskflík.is
Ég er stödd í smá foreldrafríi þegar þetta er skrifað og ákvað að taka þátt í verkefninu með því að fá þessa fallegu íslensku slá að láni frá Farmers Market, heppin að þau láni gestum hótelisins því þetta var einmitt það sem gaf mér punktinn yfir i-ið í notalegheitunum hjá okkur hjónunum seinnipartinn í gær.
Svo kósý og passa vel inn í rýmið ..
Sjáumst vonandi á HönnunarMars, ég mun reyna að mæta eins mikið og ég get. Hlakka mikið til.
Áfram Ísland.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg