Tískuvikan í Kaupmannahöfn fór fram um nýliðna helgi. Ég fylgdist með úr fjarska og dæmdi hverja sýninguna á fætur annarri. Hér fyrir neðan hef ég tekið saman mín uppáhalds lúkk sem danirnir buðu uppá fyrir haustið 2015.
Við getum beðið mjög spennt miðað við myndirnar hér að neðan!
GANNI
Ganni byrjaði sýninguna með pyjamas partýi sem ég kunni vel að meta, flíkurnar sem eftir komu voru engu síðri. Hættulega flott haustlína sem bauð upp á djúpa liti, falleg snið og allt flíkur með mikið notagildi sem er ekki verra.
Ég er vön að falla frekar fyrir x flíkum úr hverri línu frekar en heildinni en þarna náðu ólík item að koma mér á óvart hvað eftir annað.
Að mínu mati, flottasta sýning tískuvikunnar að þessu sinni.
Línan í heild sinni: HÉR
BY Malene Birger
Layer yfir Layer lúkkið tók á sig aðra mynd í þessu þunna rusty rauða lúkki. Í heildina var línan mjög minimalisk og save eins og áður eins og áður hjá frú Birger.
Takið eftir támjóu skónum – áberandi hjá Malene þó að flestir hönnuðir hafi verið að nota það snið í sýningum sínum.
Ég er hrifin í hvert sinn eins og ég hef tekið fram hér á blogginu áður. Haustið í fyrra var til dæmi í miklu uppáhaldi – sjá: HÉR
Línan í heild sinni: HÉR
Mark Kenly Domino Tan
Blue blue baby: Blái liturinn var áberandi í haust klæðum Mark Tan. Sláin hér að ofan var þar fallegasta flíkin að mínu mati.
Fölbleika dragtin vakti athygli mína þangað til sú fjólubláa lét mig fá valkvíða? Fallega stíliserað með rúllukragabolinn undir – lúkk sem vel er hægt að nýta núna strax úr því sem við eigum til í fataskápnum.
Línan í heild sinni: HÉR
_
Danirnir kunna sitt fag!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg