Í næstum þrjú ár hefur mig dreymt um peysu frá sænska merkinu Hope þegar að fer að kólna. Peysan var áberandi í tímaritum og á tískubloggum í mjög langan tíma þar sem að sniðið var dásamað. Ég mátaði hana einu sinni en týmdi ekki kaupunum. Ég man því miður ekki nákvæmt verð eins og það var þá.
Ég sá mjög mikið eftir því að hafa ekki tekið hana með mér heim en þá var það um seinan því hún varð uppseld nánast allstaðar.
Peysur: Hope
Sniðið er svo skemmtilegt og gengur við hvað sem er.
Þegar að ég rakst á þessa peysu hér fyrir neðan frá þá fannst mér ég knúin til að segja ykkur frá því að hún minnir mig mikið á draumapeysuna að ofan. Hún er ekki alveg eins, en þær eru fullt álíkar. Það getur vel verið að svíarnir hjá Lindex hafi fattað vinsældirnar á peysunni hjá svíunum hjá Hope á sínum tíma!
Ef að þið eruð sammála þá getið þið tékkað betur á henni. Hún er til á slánnum.
Peysa: Lindex
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg