fbpx

LANGAR: SPUNADÍS

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Ég er búin að vera að leita mér að örlítið fínni fylgihlut uppá síðkastið. Af því að ég er svo gjörn á að klæðast öllu svörtu yfir vetrartímann þá vantar mig oft fleiri fylgihluti sem að lífga uppá dressið. Í vikunni mátaði ég þessi fínu hálsbönd í verslun Kraum í Aðalstræti(æðisleg upplifum að heimsækja þá búð!), frá Spunadís. Ég er hrifin og held að ég gæti klætt þau upp og niður í lengri tíma.

Þau fást í alls konar útfærslum en ég mátaði þau í þessum tveimur litum. Bláa er meira every day á meðan að bleika gæti orðið æðislegt út vorið og í sumar – fallega bleikur litur sem passar vel á móti þeim vínrauða.

Ég er eins og oft áður … í smá óvissu.
Getið þið hjálpað eitthvað til?

DSCF1547 photo

Hugsi hugs.

xx,-EG-.

ELLE Style Awards: MAGNEA EINARSDÓTTIR

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. Alexandra

  9. January 2014

  bláa er gullfallegt! og þau bæði reyndar – en ég segi blátt :)

 2. Margrét Jónsdóttir

  9. January 2014

  Ég segi líka bláa :)
  Ég á svart með þremur fjólubláum, algjört æði :)

  • Elísabet Gunn

   9. January 2014

   Dökka er svo save … En svo eru þau svo ólík en bæði með sinn sjarma. Hmm …

 3. Edda

  9. January 2014

  Ég segi þetta bleika, geggjað við síðan gráan bolakjól eða eitthvað…. svo skemmtilega áberandi og sumarlegt

 4. Anný

  9. January 2014

  Blátt ekki spurning ;)

 5. Sigga

  9. January 2014

  Bláa er ÆÐI!!
  En í annað, mikið þætti mér gaman að fá færslu frá þér um myndavélina þína! Rosalega er hún fín og myndirnar sem þú tekur finnst mér svo fallegar! xx

 6. Arna

  9. January 2014

  Bláa :)

 7. Inga Hildur

  9. January 2014

  Ég segi bleika, eins og þú segir verður fallegt í vor/sumar og svo er það meira spennandi með bæði “velvet” blómunum og satín blómunum ;)

 8. Magga

  9. January 2014

  Bleika ekki spurning.

 9. Brynja

  10. January 2014

  Ég sé að margir eru inni á þessu bláa og mér finnst það alveg rosalega fallegt. EN, mér finnst bleikt alltaf fara þér svo ótrúlega vel og ég sé þig alveg fyrir mér með það í sumar ;)
  En bæði rosalega falleg samt sem áður.

 10. Rut R.

  10. January 2014

  Ég er nú alls ekki fyrir bleikt…. EN þar sem þú ert að tala um að poppa upp svatan klæðnað, þá segi ég bleikt all the way !! :)