fbpx

BLOGGAÐ Í BEINNI

SHOP

Munið þið þegar ég bloggaði oft í beinni úr mátunarklefum? Það hefur farið eitthvað minna fyrir því uppá síðkastið en hér er ég í dag, komin í Totéme dress sem mig langar að sýna ykkur. Um er að ræða eitt af mínum uppáhalds sænsku merkjum sem ég hef oft komið inná hér á blogginu. Síðast talaði ég um að kjóll frá Lindex minnti mig á áberandi Totéme munstrið og þið hafið nokkrar sent mér og spurt mig út í þann kjólinn. Ég er að bíða eftir því að fá það staðfest hvort hann fáist ekki á Íslandi, en ég mátaði hann hér í Svíþjóð.

… En aftur að dressinu þá finnst mér það hið Elísabetarlegasta þó það að sniðið sé mjög oversized. Efnið er samt alveg yndislegt og þið getið ímyndað ykkur þægindin, sem ég hugsa alltaf út í.  Ég ætlaði nefnilega fyrst að athuga blússuna við stuttbuxur (það koma líka stuttbuxur) en þær eru búnar í minni stærð svo það nær ekki lengra.

//

Tried out this dress from one of my favorite Swedish brands – Totéme. YES OR NO?

Má ég biðja um álit í beinni? JÁ EÐA NEI? Ohh ég elska jarðlitina. Held að mitt atkvæði fari á JÁ.
Meira af Totéme: HÉR

Bestu í bili. Sjáumst næst á Íslandi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HÚ!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. sigridurr

    7. June 2018

    KAUPA! Geggjað look! x

  2. Inga Maren Rúnarsdóttir

    8. June 2018

    Já, geggjað flott!!