HÚ!

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Eru ekki allir byrjaðir að peppa sig upp fyrir HM í Rússlandi? Ég er allavega klár .. þökk sé 66°Norður sem sendu mér þessa fínu treyju fyrr í dag. Persónulega finnst mér hún flottari en alvöru búningurinn svo ég get ekki annað en mælt með henni fyrir ykkur líka.

Treyjan er hluti af fatalínu sem innblásin er af stuðningsmönnum Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni 66°Norður og fatahönnuðarins unga Arnars Más Jónssonar sem er einnig mikill áhugamaður um fótbolta. Virkilega vel heppnað samstarf.

Á Facebook síðu Trendnet (HÉR) eigið þið kost á að vinna mjög veglega gjöf frá toppi til táar frá Sjóklæðagerðinni, meðal annars þessa sem ég klæðist hér að neðan. Það verður dregið út í kvöld svo ekki missa af því stuði.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÓSKALISTINN: MAÍ

Skrifa Innlegg