fbpx

BLÁ AUGU

BEAUTY

Ég er búin að eiga þennan dimmbláa maskara frá því um áramótin. Þar sem að ég er með brún augu þá var ég ekki viss hvort að blár maskari myndi virka fyrir mig. En af því að ég elska hann á öðrum þá varð ég að prófa. Og núna er ég viss, því að ég elska hann og hef notað hann óspart.

Svona lítur minn út –

Ég held að þetta sé fullkominn fyrsti blái. Þið sjáið að hann öskrar ekkert á ykkur heldur lúkkar bara nákvæmlega eins og ég vill hafa það.

Frá Dior.

Nú hlakka ég bara til sumarsins. Þá langar mig í einhvern skærari.

xx,-EG-.

DRESS

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Una Unnars

    9. March 2013

    Hann er æði þessi, eins og flestir frá Dior.. brúni liturinn er líka fullkominn þegar maður vill vera meira natural, besti brúni litur sem ég hef prófað!
    En annars ert þú alltaf jafn falleg, og eitt sérstaklega sem ég hef mikið tekið eftir er að hvítan í augunum þínum er alltaf svo hvít, hrein og falleg.. ertu með einhvað leyndarmál við því ?

    • Elísabet Gunn

      9. March 2013

      Ég ætti endilega að prufa hann í brúnu.
      Ekkert leyndarmál við því. Takk fyrir falleg orð. :)

  2. Gerður

    9. March 2013

    Ég nota bláan maskara þegar ég er ekki alveg nógu fersk á morgnanna, finnst ég verða ferskari og hressari þegar ég nota hann, the little things!! :)

  3. Jóna

    9. March 2013

    Mér finnst augnhárin oft njóta sín betur með bláum maskara, ég er með mjög löng augnhár en þau eru rosalega fíngert samt svo ef ég er bara með lítið lag af maskara sést ekki lengdin vel vegna þess hve fín þau eru, en með bláum sjást þau alltaf vel.
    Minn er reyndar dálítið skærari, frá make up store, ég elska hann

    • Elísabet Gunn

      9. March 2013

      Ég þarf klárlega að komast í einn skærari fyrir sumarið :) Hlakka til að prófa það.

  4. Laufey

    10. March 2013

    Þú ert svo frábær :) Er búin að langa að prófa svona maskara, en ekki þorað. Nú ætla ég!

  5. Anna Sella

    11. March 2013

    Svo flott elsku Elísabet! Mig hefur alltaf langað til þess að prófa en aldrei þorað því.. kannski að ég láti verða af því bráðum

  6. Elísabet Gunn

    13. March 2013

    Endilega !
    Og þessi er ekkert of æpandi svo um að gera bara.

  7. Ása

    11. September 2013

    Er þetta Dior Iconic? Eg elska Dior Extace er með löng augnhár en þau eru einmitt frekar fíngerð svo að eg vil þykka mascara og eg hef aldrei fundið jafn fullkomin og extace :)