fbpx

B4

HOMELÍFIÐ

Það fylgir Íslands heimsóknum að hafa ávallt nóg fyrir stafni. Ég vinn mikið og svo þarf að hitta allt fólkið sitt. Það sem bættist ofan á álagið í þessari heimsókn er ný íbúð sem við fjölskyldan fjárfestum í.

Við höfum haft hraðar hendur og þannig náð að áorka miklu á stuttum tíma.

Það er mikil synd að við getum ekki flutt inn sjálf og því leitum við eftir leigjendum.
Ég hef sett inn nokkrar Instagram myndir og eftir að ég setti inn þá fyrstu þá byrjuðu að streyma inn fyrirspurnir um hvort íbúðin væri laus. Það er því greinilega mikil eftirspurn til staðar.

photo 4 photo 3 photo 2 photo 1

Áður en að ég vinn úr þeim póstum sem að mér hafa borist þá er ég með ósk um draumafólkið til að búa í íbúðinni minni.

Ég leita eftir nemum (eða öðrum) utan af landi sem vilja gera við mig winwin díl. Ég leigi út íbúðina með einhverjum húsgögnum til taks.  Á sama tíma og jólafrí og sumarfrí eru í skólanum og landsbyggðarfólkið fer heim til sín í frí þá erum við fjölskyldan stundum hérlendis í lengri tíma. Á þeim tímum væri tilvalið að við gætum verið í íbúðinni og leigjendurnir myndu þá sleppa við leigugreiðslur yfir þennan tíma.

Íbúðin er nálægt Háskóla Íslands. Þriggja herbergja, 109FM.

Leyfið mér að heyra frá ykkur: eg@trendnet.is

xx,-EG-.

COPY/PASTE: HOPE PEYSUR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Ása Regins

    11. January 2014

    Frábær hugmynd í sambandi við leigjendurna ! Til hamingju með fjárfestinguna :-)

    • Elísabet Gunnars

      12. January 2014

      Hugmynd sem hentar okkur og örugglega líka þeim sem við leitum að :)

  2. Hafdís

    11. January 2014

    Akkurat sú hugmynd sem við vorum með þegar við kaupum! Til hamingju með íbúðina, vonandi færðu góða leigjendur ;)

    • Elísabet Gunnars

      12. January 2014

      Takk fyrir :)