fbpx

AUKA VOR Í BARCELONA

FERÐALÖGSAMSTARF

Já – nú man ég hvað þetta gefur mér mikið, sólin, elsku vorið á meginlandinu á þessum tíma árs. Namaste.

Það sem ég sakna líklega mest frá því að búa á meginlandi Evrópu eru þessir auka sumarmánuðir, vorið byrjar miklu fyrr og veturinn byrjar síðar. Ef ég hef tök á þá ætla ég að reyna að nýta mér það sem oftast að hoppa út og taka forskot á sumarið á þessum tíma árs. Maður þarf ekki alltaf að mikla þessar borgarferðir fyrir sér. Flugið er ekki dýrt, í þetta skiptið fékk fría gistingu hjá vinkonu hluta af ferðinni, sem er auðvitað mikill plús fyrir budduna, en á sama tíma var ég bara á mínum hraða að njóta. Það þarf alls ekki alltaf að vera að wine-a og dine-a og skoða einhverjar kirkjur og sögufræga staði – bara anda og njóta.

PLAY flýgur til Barcelona tvisvar í viku og stundum oftar. Og við mæðgur hoppuðum um borð í rúma viku að þessu sinni þar sem við fullnýttum dagana í notalegri hlýjunni. Barcelona er svo barnvæn borg og býður upp á eitthvað fyrir alla. Í okkar tilviki elskaði ég að hafa rólóvelli á öllum hornum en líka hvað fólkið var hjálpsamt og hrifið af litlu dúllunni minni sem var minn eini ferðafélagi að þessu sinni.

Þó að Barcelona sé best þá tókum við líka nokkra daga í fallega strandbænum Sitges sem gefur aðra orku. Ég var að heimsækja bæinn í fyrsta sinn og get svo sannarlega mælt mikið með fyrir alla sem stoppa í lengri tíma í Barcelona borg, bara plís gefið ykkur 2-3 daga þarna, þið verðið ekki svikin! Bein lest kostar 4,90 evrur, sem er svipað og ein strætóferð í Reykjavík.

Takk fyrir okkur að sinni.

Barcelona Highlights HÉR
Sitges Highlights HÉR

 

HOLA BARCELONA

Skrifa Innlegg