fbpx

ÁST ER ..

LÍFIÐ

Dúllum yfir okkur í tilefni Bóndadagsins? Ása Ninna hjá Vísi náði að blikka mig í heldur persónulegra viðtal en ég er vön. Gunni þetta er gjöf til þín í tilefni dagsins hihi.

Eins og margir vita þá höfum við Gunni verið kærustupar nánast alla tíð og því þurfti ég að grafa langt aftur í tímann til að muna svör við spurningum eins og, “Fyrsti kossinn” eða “Fyrsta gjöfin” og afþví að þetta er svona langt síðan þá eru svörin við þeim spurningum líka smá fyndin. Fyrsta gjöfin var til dæmis hálsmen með tönn sem ég keypti af götusala á Spáni þegar ég var þar í fjölskyldufríi með foreldrum mínum – ég var það lítil!!

Til hamingju með daginn bóndinn minn, en líka allir hinir bóndarnir.

VIÐTALIÐ Í HEILD SINNI HÉR

 

Besti Bóndi

Mynd: Aldís

Family

Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er:  

Notebook er falleg ástarsaga. Ég er líka hrifin af mörgum gömlum góðum.

Fyrsti kossinn:

Kjánalegur unglingakoss þegar við vorum “bara vinir”.

Góð vinátta sem varð allt í einu eitthvað meira eftir þann koss.

Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er:

Ég hef nú sem betur fer aldrei lent í neinu brake-up sem hægt er að tala um, búin að vera með Gunna síðan forever. En ef ég ætti að velja eina góða þá myndi ég gráta úr mér augun og hlusta á I Have Nothing með Whitney Houston.

Lagið „okkar“ er:
The Wonder Of You með Elvis Presley – Villagers útgáfan er dásamleg en uppáhalds útgáfan mín var þegar Bryndís Jakobs söng lagið í brúðkaupinu okkar við undirleik föður síns.
Mér finnst rómantískt stefnumót vera: 
Rómantískustu stefnumótin þurfa ekki endilega að vera voða skipulögð. Rautt og pizza á föstudögum heima dugar mér vel. En það er líka alltaf dásamlegt að setja börnin í pössun, fara af heimilinu og fá að vera ástfangnir unglingar þegar það hentar.

Uppáhaldsmaturinn minn:

Svo margt! Ég elska að borða góðan mat og þar finnst mér góður félagsskapur oft skipta máli, stemninginn í kringum matarborðið gerir matinn oft betri.
Föstudagspizzan er klassískt svar, íslenskur fiskur ala amma, góðir grænmetisréttir … bara til að nefna eitthvað.

Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum  mínum: 
Það elsta sem ég man eftir er svona hálsmen með hvítri tönn þar sem nafnið hans var áletrað, keypt af götusala á Costa Del Sol. Held að við höfum ekki verið “byrjuð saman” á þessum tíma en ætli þessi blessaða tönn hafi ekki innsiglað ástina ;) svaka næs dæmi haha.

Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Ég man að hann gaf mér eftirminnilegan pakka fyrstu jólin okkar sem par, þá vorum við í sitthvoru landinu og hann gerði eitthvað voða rómantískt og persónulegt sem lét mig sakna hans enn meira. Gunni hefur haldið í þessa hefð öll jól síðan og mér þykir alltaf vænst um þær gjafir.

Ég elska að: knúsa fólkið mitt, dansa á eldhúsgólfinu með fjölskyldunni minni þegar enginn sér til, syngja hátt með Celine Dion, hlæja, tískast, fara út að hlaupa, vera úti í náttúrunni, fara á handboltaleiki, sækja menningarviðburði, drekka góðan kaffibolla, hitta vini, ferðast, drekka gott vínglas, borða góðan mat … almennt lifa lífinu.
Ég elska að vera pepparinn á hliðarlínunni fyrir nánasta hringinn minn.

Maðurinn minn er: bestur. Finnst það ekki öllum? Ég er mjög skotin í mínum og fæ ennþá kitl í magann yfir minnstu hlutum. Vonandi verður það þannig um ókomna tíð.

Rómantískasti staður á landinu(eða í heiminum) er: Hótel Búðir á Íslandi og Gili Air (Bali) í útlöndum.

 

VIÐTALIÐ Í HEILD SINNI HÉR

 

Ást er:
Ást er .. að styðja hvort annað í blíðu og stríðu og sjá fegurðina í hversdagsleikanum

Góða helgi frá mér.

xx,-EG-.

DRESS: ÞAÐ BIRTIR ALLTAF TIL

Skrifa Innlegg