Ég hef borið falleg armbönd á úlnliðnum síðasta mánuðinn sem eru úr smiðju Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Alexandra stundar nám við Jewellery Manufacture í Holts Academy í Englandi. Með armböndunum er hún að taka sín fyrstu skref í skartgripahönnun.
Ég hef sagt ykkur frá úrinu sem ég var svo ánægð með(hér) fyrir þær sakir hversu látlaust það er, það sem er líka svo jákvætt við úrið er að það fellur svo fallega með fleiri aukahlutum. Í mínu tilviki eru það oft einhverskonar armbönd og síðasta mánuðinn þessi tilteknu sem eru unnin úr orkuperlum og húðuðu gulli.
Armböndin fást í ýmsum gerðum og litum og þau finnið þið í gegnum bloggsíðu Alexöndru: HÉR
Það sem er enn skemmtilegra við mín armbönd er sú staðreynd að yngri Gunnarsdóttir á líka eitt slíkt, svo við mæðgur erum stundum í stíl – spennó.
Ég hlakka til að fylgjast áfram með þessari metnaðarfullu ungu konu.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg