fbpx

Á ALLRA VÖRUM: GUNNI, VAKNAÐU!

FÓLKLÍFIÐ

Talandi um góðgerðarmál – er búin að vera ansi dugleg við að auglýsa slíkt í septembermánuði. Ég vil því endilega tala um árlega átakið hjá Á Allra Vörum sem hefur staðið yfir í mörg ár og ég hef alltaf reynt að skrifa um. Það var svo mikið að gera hjá mér í síðustu viku þegar auglýsingin fór í loftið að ég náði ekki að koma þessu að á blogginu. Verkefnið stendur yfir allan septembermánuð og því finnst mér henta vel að minna fólk á það.

Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem eru potturinn og pannan á bak við samtökin – algjörar rokkstjörnur í mínum augum.

Í ár er það Eitt Líf sem fær ágóðann úr söfnuninni. Eitt líf var stofnað fyrir rúmu ári síðan í kjölfar þess að ungur drengur, Einar Darri, lést eftir að hafa tekið of stóran lyfjaskammt aðeins 18 ára að aldri. Söfnunarféð verður notað til að byrgja brunninn ÁÐUR en barnið dettur ofaní. Á síðasta ári létust 39 einstaklingar úr ofneyslu lyfja og fíkniefna – þarft!

Auglýsingin í ár gaf mér sérstaklega mikla gæsahúð en hún fjallar um Gunna sem er menntskælingur og handboltastrákur í HK. Ég átti einu sinni kærasta sem var einmitt Gunni, menntskælingur og handboltastrákur í HK. Ég tengdi svo við auglýsinguna og reyndar grét þegar ég horfði í fyrsta skiptið. Gunni minn var einmitt þessi strákur sem var alltaf á æfingu eða að keppa, kom seint í fyrirpartý eða náði þeim alls ekki og mætti beint á ballið á Broadway (já, við erum svona gömul). Það var því oft þannig að hann reyndi að ná bekkjarfélugunum í drykkju á stuttum tíma en þau voru þá búin að vera að skemmta sér í marga tíma – ekki til fyrirmyndar, ég veit. En ég hugsaði strax – “Guði sé lof að ekki var mikið um svona töflur á okkar menntaskólaárum!” eða í hreinskilni sagt þá varð ég ekki vör við það einu sinni, í dag virðast tímarnir breyttir.

PRESSIÐ Á PLAY, það er mikilvægt – VAKNAÐU!

Ég mæli með að allir fjárfesti í glossinum í ár: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

DRESS: VEÐUR FYRIR LEÐUR?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    19. September 2019

    Svo sammála
    ekkert smá flott hjá þeim <3