fbpx

AÐVENTUGJÖF #2

ÍSLENSK HÖNNUN

UPPFÆRT

Takk fyrir þáttökuna að þessu sinni … með hjálp random.org fékk ég fimm konur upp sem fá nýju MEMO línuna frá Reykjavik Letterpress.

Soffía Lára
Rut Rúnarsdóttir

Eydís Ögn

Erla Jónatansdóttir

Elsa Petra Björnsdóttir

________

img_0527img_0533img_0537

Þessar flottu konur hér að ofan tóku á móti mér þegar ég heimsótti vinnustofu úti á Granda á dögunum. Hildur Sigurðardóttur og Ólöf Birna Garðarsdóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Letterpress. Fyrirtæki sem hefur gert mjög góða hluti hingað til, sem dæmi vinna þær reglulega með sænsku vinum mínum í IKEA (!)  – það verður ekki mikið stærra ;)

Aðal ástæðan fyrir heimsókn minni var að skoða nýjar vörur sem voru þá nýkomnar, heitar úr prentaranum – MEMO lína.
Um er að ræða þrjár ólíkar skipulags blokkir í fallegum litum. Ég fékk sýnishorn með mér heim og ég hef notað þær daglega síðan.

Um er að ræða blokk fyrir vikuna, daginn og svo basic “muna” listi. Mæli mjög mikið með!

Margir eru farnir að skrifa allt svona í símana sína en ég kann einhvern veginn betur við að skrifa þetta á gamla mátann, miklu meiri sjarmi í því og það hjálpar manni betur að muna.

Ég sá strax tækifæri í því að geta hjálpað til við að kynna nýju vörurnar. Mér finnst þetta nefnilega vera tilvalin hugmynd af vinkonugjöf um jólin. Ég er sjálf alltaf í vandræðum með slíkar gjafir þar sem það er yfirleitt eitthvað þak á verði og maður vill vera sniðugur að finna eitthvað sem gleður. Ég enda svo oft enda á þessum típisku stelpugjöfum – varalitur, flík eða kaffibolli hefur verið vinsælt hjá mér síðustu árin.

Þetta er daglegt útsýni hjá mér –

img_0601

Gunni, maðurinn minn, er lang ánægðustur með vikuna. Hér þarf að skipuleggja marga hluti og þessi blokk hefur hjálpað til við slíkt – bæði vinnulega og heimilislega. Ég hjálpa honum að skrifa inn á vikuna en er sjálf duglegust að nota hvern dag fyrir sig sem og “muna” blokkina.

Í samstarfi við Reykjavik Letterpress ætla ég að gleðja lesendur í aðventuleik númer 2 hér á blogginu. 5 vinkonur fá eitt sett af Memo línunni.

LEIKREGLUR

 

  • Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
  • Skiljið eftir komment við færsluna.
  • Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)

 

Ætla fleiri en ég að vera skipulagðari á nýju ári?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: FREDERIK BAGGER

Skrifa Innlegg

31 Skilaboð

  1. Bryndís Ýr Guðmunds

    5. December 2016

    Ég væri svo mjög til í þessa línu! Já takk!

    • Bryndís

      7. December 2016

      :)

  2. Brynja Sverrisdóttir

    5. December 2016

    Já takk svo mikið ?✨

  3. stefanía Ósk Þórisdottir

    5. December 2016

    Jaa takk væri æði fyrir skipulags fikil eins og mig ?

  4. Guðrún Hulda Pétursdóttir

    5. December 2016

    Ójá, hef verið smátt og smátt í gegnum árin að skipuleggja mig og þar sem ég er með frestunaráráttu frá því fyrir aldamót þá gengur það sosem ekki hratt. En þó er ég komin svo langt að vera með eina bók sem allt, ALLT fer í. T.d. matarplan, fundarplan og verkefni dagsins.

    Ég er skipulagsfrík. Like, deilt, tweet og gleðileg jól :)

  5. Rakel Tara

    5. December 2016

    Þetta er æði :))

  6. Silja Guðmundsdóttir

    5. December 2016

    Svo sammála þér að vilja frekar skrifa niður á blað en í símann – svona sett kæmi sér svo vel til þess!

  7. Ástríður Emma Hjörleifsdóttir

    5. December 2016

    Já takk, löngu kominn tími á að skipuleggja sig almennilega ekki vera með allt á miðum út um allt borð.
    kvitt og deilt

    Gleðilega hátíð ;)

  8. Guðlaug Hanna Vilhjálmsdóttir

    6. December 2016

    Ég ætla að vera mjög skipulögð á næsta ári og þessar myndu hjálpa til með það :)

  9. Anonymous

    6. December 2016

    ég myndi sko nota þetta mikið! :)

  10. Jovana

    6. December 2016

    Eg elska þegar allt er skipulagt þannig að þetta myndi koma ser mjög vel :)

  11. Anna Sesselja

    6. December 2016

    Þetta væri æði ❤️!

  12. Soffía Lára

    6. December 2016

    Algjör snilld! Væri mikið til í svona :)

  13. Rut Rúnarsdóttir

    6. December 2016

    óvá já takk :)
    Þetta er sko aldeilis eitthvað fyrir skipulagspervertinn mig, bæði í vinnu og heima :D

    kv. Rut R.

  14. Eydís Ögn

    6. December 2016

    Þar sem að ég er í fullu háskólanámi, fullri vinnu og með fjölskyldu, þá er nauðsynlegt fyrir mig að vera skipulögð! Og eins og þú þá finnst mér meira kósý að hafa handskrifað plan.

  15. Sandra Smáradóttir

    6. December 2016

    Já takk! Langar mjög mikið til að prófa :)

  16. Þórunn helga

    6. December 2016

    Já takk :)

  17. Karitas Björt Eiríks

    6. December 2016

    Ég elska allt sem tengist skipulagi, skrift, plönum og pennum svo þetta þætti mér ótrúlega skemmtilegt að eiga og nota!
    Gaman að sjá myndir frá þeim líka – kaupi eiginlega ekkert nema letterpress kort orðið þegar ég er að fara eitthvað, lang skemmtilegustu kortin! Flott viðbót hjá þeim :)

  18. Erla Jónatansdóttir

    7. December 2016

    Þessir miðar eru æðislegir eins og allt annað frá Letterpress og myndu einmitt sóma sér vel í vinkonu jólapakka og á skrifborðinu mínu ;)

  19. Sirrý

    7. December 2016

    Já takk ⛄

  20. Ágústa

    7. December 2016

    Já takk :)

  21. Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir

    7. December 2016

    Vá hvað ég elska Letterpress!

  22. Sigríður Hauksdóttir

    7. December 2016

    Er skipulagsfrík og alltaf að leita að nýju og betra skipulagsdóti og svona væri dásamlegt að eignast ?

  23. Lilja Björg

    7. December 2016

    Já, takk.
    Það veitir ekki af skipulagi á mínu heimili.

  24. Linda Björk Jóhannsdóttir

    8. December 2016

    Væri alveg til í svona skipulagsfínerí ??

  25. Hafdís Rós Jóhannesdóttir

    8. December 2016

    Játakk!

  26. Kolbrun Nadira

    8. December 2016

    Já takk ☺

  27. Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir

    8. December 2016

    Það er fátt sem ég elska meira en gott skipulag!! Þessi aðventugjöf væri draumur :))

  28. Elsa Petra Björnsdóttir

    8. December 2016

    Þar sem ég er sérstakur skipulagspervert þá bara verð ég að taka þátt í þessum leik líka! Vonandi verður lukkan með mér?????

  29. Eva Hrönn Jónsdóttir

    8. December 2016

    væri til í þessa gjöf, er með lista út um allt og ekki skemmir fyrir þegar þeir geta verið svona fallegir

  30. Auður Ákadóttir

    9. December 2016

    Ekkert smá flott! Eins og venjulega hjá þeim í Reykjavík Letterpress :D