UPPFÆRT
Takk fyrir þáttökuna að þessu sinni … með hjálp random.org fékk ég fimm konur upp sem fá nýju MEMO línuna frá Reykjavik Letterpress.
Soffía Lára
Rut Rúnarsdóttir
Eydís Ögn
Erla Jónatansdóttir
Elsa Petra Björnsdóttir
________
Þessar flottu konur hér að ofan tóku á móti mér þegar ég heimsótti vinnustofu úti á Granda á dögunum. Hildur Sigurðardóttur og Ólöf Birna Garðarsdóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Letterpress. Fyrirtæki sem hefur gert mjög góða hluti hingað til, sem dæmi vinna þær reglulega með sænsku vinum mínum í IKEA (!) – það verður ekki mikið stærra ;)
Aðal ástæðan fyrir heimsókn minni var að skoða nýjar vörur sem voru þá nýkomnar, heitar úr prentaranum – MEMO lína.
Um er að ræða þrjár ólíkar skipulags blokkir í fallegum litum. Ég fékk sýnishorn með mér heim og ég hef notað þær daglega síðan.
Um er að ræða blokk fyrir vikuna, daginn og svo basic “muna” listi. Mæli mjög mikið með!
Margir eru farnir að skrifa allt svona í símana sína en ég kann einhvern veginn betur við að skrifa þetta á gamla mátann, miklu meiri sjarmi í því og það hjálpar manni betur að muna.
Ég sá strax tækifæri í því að geta hjálpað til við að kynna nýju vörurnar. Mér finnst þetta nefnilega vera tilvalin hugmynd af vinkonugjöf um jólin. Ég er sjálf alltaf í vandræðum með slíkar gjafir þar sem það er yfirleitt eitthvað þak á verði og maður vill vera sniðugur að finna eitthvað sem gleður. Ég enda svo oft enda á þessum típisku stelpugjöfum – varalitur, flík eða kaffibolli hefur verið vinsælt hjá mér síðustu árin.
Þetta er daglegt útsýni hjá mér –
Gunni, maðurinn minn, er lang ánægðustur með vikuna. Hér þarf að skipuleggja marga hluti og þessi blokk hefur hjálpað til við slíkt – bæði vinnulega og heimilislega. Ég hjálpa honum að skrifa inn á vikuna en er sjálf duglegust að nota hvern dag fyrir sig sem og “muna” blokkina.
Í samstarfi við Reykjavik Letterpress ætla ég að gleðja lesendur í aðventuleik númer 2 hér á blogginu. 5 vinkonur fá eitt sett af Memo línunni.
LEIKREGLUR
- Smellið á deila eða tweet hnappinn neðst til hægri í færslunni.
- Skiljið eftir komment við færsluna.
- Ég er @elgunnars á instagram – follow me! (ekki skilyrði til að komast í pottinn)
Ætla fleiri en ég að vera skipulagðari á nýju ári?
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg