UPPFÆRT:
Takk allir fyrir fína þáttöku hér að neðan.
Með hjálp random.org hef ég fengið tvö nöfn til að gleðja að þessu sinn. Úr hattinum komu eftirtaldar stúlkur:
Heiða Dam
30. November 2015
Æ hvað ég væri til í að senda svona fín jólakort í ár
&
Hera Brá Gunnarsdóttir
1. December 2015
Ætla einmitt í fyrsta sinn í ár að senda jólakort með mynd :)
Vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.
Takk allir sem tóku þátt að þessu sinni. Það verður gaman að gleðja vikulega í desember !!
♡
Það var gleðilegt að vakna í morgun og taka á móti fyrsta sunnudegi í aðventu með því að kveikja á kertum og leyfa sér að hækka svolítið í jólalögunum. Uppáhalds tími ársins er genginn í garð ..
Ég ætla að gefa gjafir á blogginu hvern sunnudag á aðventunni og í dag kemur því sú fyrsta.
Eru einhverjir farnir að huga að jólakortum?
Jólakortið sem fór frá okkur 2014.
Síðustu árin hafa margir tekið á það að ráð að senda rafrænar jólakveðjur. Það er gott og blessað en ég hef á sama tíma áhyggjur af því að hin hefðbundnu jólakort muni hverfa. Það að setjast niður á aðfangadagskvöld og fletta í gegnum jólakortin færir mig nær mínu fólki á aðfangadag. Þetta er svipuð tilfinning hjá mér og með tímarit – þó mér þyki tímarit á netinu jákvæð þróun og þau auki fjölbreytnina, þá vel ég alltaf upplifunina að setjast niður með góðan kaffibolla og tímarit á prenti.
Það er hægt að fara millileið í jólakortunum, nota falleg móment sem við höfum fangað á árinu og gefa þeim nýtt líf á prenti eða jólakorti. Í fyrra sendi ég í fyrsta sinn í gegnum Prentagram en það hentar mér vel enda virk á Instagram samskiptamiðlinum (@elgunnars). Ég gaf lesendum jólakort í gegnum bloggið og í ár ætla ég að gera slíkt hið sama.
Tveir heppnir fá gjafabréf uppá 50 stk. jólakort frá Prentagram sem þeir fá send heim til sín.
Leikreglur:
1. Skrifa komment á þessa færslu.
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)
Ég dreg út vinningshafa á þriðjudagskvöld (01.12.15) –
Meira upplýsingar um kortin frá Prentagram finnið þið: HÉR
Aðventukveðjur,
xx,-EG-
Skrifa Innlegg