English version below
66°Norður hefur verið að “teasa” okkur með samstarfi sínu við danska merkið Soulland á Instagram. Þetta er afar spennandi, en 66 virðist vera að hasla sér völl í Danmörku og á sama tíma færa sig aðeins meira yfir í street style fatnað úr tæknilegum efnum. Það er góð stefna þar sem fatnaður þeirra hefur verið notaður þannig á Íslandi í áraraðir. Þeir eru því að koma með streetstyle fatnað frá einu mest kúl herrafatameki Danans með sínum tæknilegu eiginleikum – SPENNANDI fyrir ykkur strákar! En líka okkur stelpurnar því Soulland er farið að vera notað meira og meira af stelpum í Danmörku og er jakkinn alveg eins hugsaður sem unisex.
Ég setti mig í sambandi við 66°Norður á Íslandi og fékk að heyra að vörurnar séu því miður ekki væntanlegar fyrr en í september, en góðu fréttirnar eru að þær munu líka fást á klakanum góða.
Soulland er danskt herrafatamerki sem hefur tekið hröðum framförum síðustu ár. Hönnuður merkisins var til að mynda valinn hönnuður ársins í Danmörku árið 2012 og vörur þeirra eru seldar í mörgum af vinsælustu verslunum heims – t.d. Colette Paris, Voo Store Berlin, Consil Kaupmannahöfn, og GoodHood London. Það væri því mjög stórt skref fyrir 66°Norður ef þau komast inní þessar verslanir.
Á Íslandi fáum við Soulland í verslun Geysi á Skólavörðustíg.
Hér er smá sneak peak frá Nowfashion og instagram – en kynningarefnið er væntanlegt.
Instagram (@soullandcph & @66north)
Soulland FW16 – in London
Nowfasion – Soulland FW 2016
Here you have some teaser of the collaboration between the Icelandic company 66°north and the danish menswear brand Soulland. I am very exited about the collaboration. 66°north is one of Iceland most successful brands and specialised in outdoor functional clothing. They have in the last years opened two flagship stores in Copenhagen. Soulland is danish, fast growing menswear brand, sold in some of the coolest shops in Europe like Colette (Paris) and Voo (Berlin).
The clothes will be in stores in September – FW16.
Áfram Ísland
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg