fbpx

66°NORÐUR X OR TYPE

ÍSLENSK HÖNNUN

English version below

10647813_10153586772297568_2131402999_n

Góðan daginn .. héðan.

Ég get því miður ekki tekið þátt í Hönnunarmars að miklu leiti þetta árið. Eins mikið og ég myndi vilja það.
Í dag tek ég þátt í hátíðinni með 66°Norður og Or Type með því að bera þessa fínu íslensku húfu á höfði inn í helgina. Um er að ræða nýja útgáfu af húfukollunni vinsælu og nýtt letur sem er sérhannað af Or Type fyrir 66°Norður. Or Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands.

Mín húfa kom í póstinum í gær og herra Jónsson “stal henni” úr póstkassanum og svona var hann þegar ég hitti mína menn í hádegisdeiti. Ég gæti trúað því að hann eigi eftir að nota hana meira en ég, enda myndarlegur með meiru.

IMG_3819
Manuel fékk enga 66 húfu að þessu sinni en er sætur með sína íslensku hönnun frá Ígló&Indí

IMG_3815

 

 

 

 

66 stendur fyrir 66°Norður – Or stendur fyrir Or Type – og 90 stendur fyrir 90 ára afmæli Sjóklæðagerðarinnar.

IMG_3816

Í dag verður sérstök kynning á húfunni milli kl. 17 og 19 á Skólavörðustíg 12. Tilvalið að koma þar við fyrir þá sem ætla að þræða sýningar dagsins. Svana á Svart á Hvítu er með puttan á púlsinum varðandi hvað er í boði og deilir hverjum degi fyrir sig á blogginu: HÉR

//

66°North made a special winter beanie with the Icelandic font designer Or Type. The collaboration is a part of Design March in Iceland and will be launched today at Skólavörðustígur 12 in Reykjavík.

I got mine in the post yesterday but Gunnar stole it right from the post box. He was wearing it yesterday in our first outside lunch this year. The spring is very welcome!

More: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

MÁ ÉG MANGO?

Skrifa Innlegg