Ég er búin að vera allt of lengi að koma þessaru færslu hérna inn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er smá, ogguponsu, pínulítið stressuð að ýta á publish. Ég hef aldrei sett inn færslu sem inniheldur myndir af heimilinu mínu! En ég setti könnun í Instagram stories um daginn þar sem ég spurði hvort fólk hefði áhuga á svona færslu og 99% svöruðu já.
Við Arnór erum búin að koma okkur vel fyrir hérna í Grikklandi en við fluttum hingað í júlí. Íbúðin okkar er mjög stór og björt og gæti auðveldlega rúmað miklu fleiri húsgögn og muni, en við höfum allan tímann passað okkur að fylla íbúðina ekki af dóti. Maður veit aldrei hvenær kemur aftur að því að flytja, panta flutningaþjónustu og pakka niður. Svo er ekkert sjálfsagt að við munum búa í jafn stóru húsnæði á næsta áfangastað.
Ég tók bara details myndir í þetta skiptið af hinum ýmsu hlutum heima hjá okkur. Ætla að taka fram hvaðan flestir hlutirnir eru en ef það er eitthvað sem ég gleymi eða þið hafið spurningar um, ekki hika við að skilja eftir comment eða senda mér línu.
Bakki: Zara homeSpegill: HAYPlöntuboxið og pottarnir eru frá Ferm Living. Ég pantaði hér.Uppáhalds hluturinn minn á heimilinu. Perlufíll sem ég fékk í jólagjöf þegar við héldum jólin í Cape Town í Suður Afríku fyrir tveimur árum. Ég verð þar aftur þessi jól og hlakka til að eignast fleiri fallegar minjar þaðan.Stólana keyptum við hérna í Aþenu. Þeir eru frá danska merkinu BoConcept og heita Adelaide. Ég er svo ótrúlega ánægð með þá! Hægt að skoða þá nánar hér. Hef líklega aldrei verið jafn væmin í mér og þegar ég pantaði þetta plakat. Þetta er bara svo fallegt og okkur finnst mjög gaman að rifja upp hvar og hvernig við hittumst fyrst :-) Lampann fékk ég á markaði í Cape Town, vasinn er úr Zara home og kollurinn IKEA.
Ef þið höfðuð gaman af blogginu endilega smellið á like eða hjartað! Mér þætti mjög vænt um það.
—
Andrea Röfn
Fylgið mér á Instagram og Snapchat: @andrearofn
Skrifa Innlegg