Eins og þið kannski hafið tekið eftir þá lagði ég í ferð til Stokkhólms í síðustu viku til að vera viðstödd launch á nýrri línu Lindex sem hönnuð er af hátísku hönnuðinum Matthew Williamson. Með í för var Ísland í dag ásamt Lóu og Alberti sem reka Lindex á Íslandi. Viðburðurinn var persónulegur en mjög glæsilegur. Línan var kynnt og boðið uppá forsölu á henni, hönnuðurinn var viðstaddur ásamt tískubloggurum, blaðamönnum og hátt settu Lindex fólki – þá skemmti Eurovision stjarnan Loreen gestum.
Myndirnar urðu aðeins fleiri en ég ætlaði mér, en vonandi hafið þið bara gaman að!
Mæðgur – Lóa og Anna Sóley ofurkrútt –
Ísland í dag var á staðnum – Við komu okkar á staðinn mættum við Loreen Eurovision sigurfara –
Nina Starck, yfirhönnuður Lindex –
Lindex X Matthew Williamsson flíkur í forsölu –
Ég ásamt yndislegu Lindex fjölskyldunni –
Fólk á öllum aldri. Sú yngri í kjól frá síðasta samstarfi Lindex með Missoni –
Með forstjóranum sjálfum, ljúfmenninu Göran Bille –
Bleikt þema og aldeilis við hæfi –
,,Þetta er Ísland í dag” !
Svíþjóð er mitt “heima”. Það verður alltaf þannig!
Dress –
Ég fylgist ekki með mörgum erlendum bloggum útaf tímaleysi. En “góðvinkona mín” hún Columbine Smille er ein af þeim sem að ég hef lesið lengi. Það var því ánægjulegt að hitta hana loksins í eigin persónu. Hún klæddist dressi úr línunni.
Sé ennþá eftir þessum gamla og góða hatti frá Zöru frá því í fyrra. Þessi stal athygli minni með hann á höfðinu. Nina Starck og Matthew Williamsson mynduð á bleika dreglinum –
Töffari – Sjáið þið magavöðvana !
Hringur: Lindex
Við vorum umkringd samstarfinu, skemmtilega uppsett flassandi á veggjunum –
Beint í æð – Viðkunnalegi hönnuðurinn gaf sér tíma í spjall og glens – Meira: HÉR
Við Hugrún úr Íslandi í dag vorum ánægðar með forsöluna á staðnum – Sýni ykkur fljótlega hvað er í pokanum.
Matthew Williamsson og Columbine Smille Barnafötin sætu – Íslandsvinur sem að aldrei hefur komið til Íslands –
Yndislega Loreen – L fyrir Lindex. Ekki Looser. ;) Góður hópur – Takk fyrir mig !
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg