Í dag fagna ég því að fyrir fjórum árum sótti ég gullmola lífs míns, hann Noel uppí Østerbro þar sem hann og systkini hans voru að vera litli sætir vargar. Mig grunaði aldrei hvað yrði erfitt að vera með hvolp og hversu erfitt það var að navigeita tilfinningarnar í kringum það. Noel var algjör prakkari og ég vissi ekkert hvað ég var að gera og það er svo fyndið hvað oft er hægt að tengja við bara vinkonur sínar sem eiga börn. Ég mundi gera margt öðruvísi ef ég mundi eignast annan hvolp einhverntíman. Ég hringdi grenjandi í mömmu og tilkynnti henni að ég gæti þetta ekki, þetta væri of erfitt. Svo næsta klukkutímann grenjaði ég yfir því hvað hann var guðdómlegur og yndislegur.
Það er óhætt að segja að þessi hundur hafi gjörsamlega bjargað lífi mínu. Mig hefði aldrei grunað hversu mikið ljós einn hundur gæti verið í niðamyrkri. Hann fór með mig út að labba (skrifaði ekki vittlaust, HANN fór út að labba með mig) á morgnana þegar undir öðrum kringumstæðum ég hefði aldrei getað staðið uppúr rúminu. Hann fór líka út að labba með mig seinnipartinn og loks á kvöldin. Þetta er rosalega stór gjöf og ennþá í dag finn ég mig oftar en ég þori að viðurkenna með andlitið mitt klesst upp við hans að kyssa hann, honum til mikillar ánægju (not) og segja honum hvað ég elska elska elska elska hann mikið. Hann er einstakur hundur, hann hefur aldrei sýnt neitt aggresjón, hann er þolinmóður með öðrum hundum, gefur sig yfirleitt, þráir ekkert meira en athygli þegar við erum úti að labba og brosar útí eitt allan daginn. Jú þegar hann er móðgaður yfir einhverju að sjálfssögðu.
Ég þakka reglulega öllum þeim vættum og englum sem sendu hann til mín. Stærri gjöf hefði ég ekki geta fengið í þetta líf. Það er alveg á hreinu.
Skál fyrir honum!
fleiri gjafalistar á leiðinni, stay tuned!
Skrifa Innlegg