samstarf við Húðlæknastöðina
.. elskaði það, AFHVERJU? Jú lesið áfram –
Það er svo fyndið hvað ég er búinn að vera fara fram og tilbaka með HVERNIG ÉG Á AÐ ORÐA ÞESSA FÆRSLU. Þangað til að ég fékk svona, come on Helgi. Hættu þessu. Ég skrifa bara með nákvæmlega sama sannleika og er í öllum hinum færslunum mínum.
Ég fór og prófaði botox eða TOXÍN, í ennið og ég elskaði það. Ég var undir öruggustu höndum sem finnast á landinu, en ég fór á Húðlæknastöðina og fékk tíma hjá Jennu sem er í mínum augum svona Beyonce húðlækna landsins. Ég fann að áður en ég fór í einhverja skömmdúlludrullu þá áttaði ég mig á að ég kæri mig ekki að neinu leyti að sitja í neinskonar skömm, þó hún sé dúlludrulla. Það er svo dottið úr tísku. Fyrir mér er þetta ekki flókið, mig langar að líða vel í eigin skinni. Eftir að ég fór í þetta litla dúllerí þá er eins og ég hafi sofið í 31 tíma á hverjum einasta morgni. Ég tjái mig svo fokking harkalega svo hver einasta húðfruma er á túrbó þegar ég opna á mér kjaftinn. Ég var farinn að vera meðvitaður um ennið á mér og var einhvernveginn alltaf að hugsa um það. Þá kom góð spurning í hausinn á mér sem var: og hvað í fjandanum ætlaru að gera í því Helgi?
Góð spurning, takk haus. Ég prófa toxín eða eins og við þekkjum það, botox. Afhverju? Til að frysta á mér fésið og geta ekki tjáð tilfinningu næstu þrjá mánuði? Til að leyfa fólki að giska hvort ég sé að gráta eða hlægja? Eða hvort ég sé hissa eða að hnerra? Jú, þetta er svolítið narrativið sem við höfum heyrt. En nei, alls ekki.
Ég gat enn hreyft ennið, vissulega ekki eins mikið, hver einasta tjáning framan í mér var nákvæmlega eins og hún var á smettinu á mér og áður. Það sér enginn að maður er með toxín í andlitinu. Vá hvað mér finnst ég ferskur. Ég er að gefa enninu á mér smá andrými, vera ekki að setja það í endalaust hnjask bara því ég get ekki haldið kjafti frá degi til dags. Ég fann hvað ég var bara að gera þetta fyrir mig og hvað mér fannst þetta ekkert mál. Í kjölfarið hugsaði ég líka, ég smyr á mig krem eins og gulrótaköku, ég mjaka á mig brúnkukremi þegar mér líður eins og ég ætti að vera kickstarta heimsendi sem uppvakningur, set á mig baugafelara þegar ég er eins og ég hafi legið andvaka í fjögur ár og ber á mig sólarvörn eins ég liggi daglega á sólbekk í djúpsteikingu. Ég splæsti í toxín í ennið til að fyrirbyggja og hægja örlítið á öldrun húðarinnar, og jú, vera drullu fokking sætur. Upplifunin og árangurinn fær satt að segja fullt hús stiga.
Aldrei verið sætari. Aldrei verið ferskari.
Mér persónulega finnst no brainer að fara ekki til Húðlæknastöðvarinnar þegar kemur að einhversskonar dúttli varðandi húðina okkar. Þar eru rúmlega faglærðir húðlæknar sem vinna. Jenna er svona minn húðgúru og geri ég í rauninni bara það sem mér er sagt. Hún er með silkimjúkar hendur og ég hef ekki fundið snef af sársuka. Reyndar festist armbandið mitt í hárunum á höndunum á mér þennan dag, það var vont. Allt annað eins og sneið af köku. Förum smá yfir þetta –
Fattiði hvað ég á við? Svolítið mikið. Endalaust áreiti á þessar blessuðu húðfrumur í enninu á mér. Mátti ekki halla mér niður og þá er ennið á mér eins og safn af tektonískum flekum.
Jenna, með silkimjúku hendurnar sínar. Jú smá stingur, en þið vitið. Finnst verra að kreista bólu.
Það hjálpar að vera óþolandi og blaðra sig gjörsamlega í gengum stungurnar.
svo var strákurinn mættur í sjónvarpstökur strax á eftir. Akke málið.
Virknin kemur hægt og rólega í ljós í sirka tveimur vikum eftir og maður finnur ekkert fyrir því. Engin óþægindi. Ef ég fæ að vera svo frakkur, ekkert neikvætt við þetta. Þvert á móti.
Ef þið hafið íhugað svona dúllerí, þá mæli ég með. Mundi samt hoppa í arminn á Jennu eða Rögnu á Húðlæknastöðinni. Sorry en fokk þær eru svo geggjaðar. Númerið þeirra er einnig gríðarlega létt og leikandi – 520-4444
Skal sýna ykkur fyrir og eftir við tækifæri.
Heyrumst soon x
Skrifa Innlegg