fbpx

HOLLAR JÓGÚRT JÓLABOLLUR – BAKAÐAR MEÐ ÁST

MATURSAMSTARF

Ég er þekkt fyrir litla hæfileika í bakstri en er samt ágæt í örfáum og einföldum uppskriftum sem allir ráða við. Það er því auðvelt fyrir flesta að leika þær eftir.
Hér höfum við vel heppnaðar jólabollur sem bakaðar eru í muffinsformum og bornar fram með eða án áleggs, bæði betra og meinhollt með jólabragði.

 

Mikilvægasta hráefnið er Örnu jólajógúrtið sem nú er komið í matvöruverslanir, það gladdi mig að sjá sjálfan aðfangadag sem síðasta neysludag á mínum – fallegt.

Hráefni
1 bolli hveiti,
1 bolli hafrar,
1 stór banani (eða 2 litlir),
2 tsk lyftiduft,
1 krukka jólajógúrt frá Örnu,
2 egg,
60g smjör (brætt og kælt),
2 tsk vanilludropar,
smá kanill

Aðferð

Þurrefni saman í skál, stappaður banani, smjör og egg saman í skál svo sameinað og bætt öðrum hráefnum við.

1 krukka af Örnu jólajógúrti – bragð af bökuðum eplum og kanil


Ég mæli með að tvöfalda uppskriftina og fá enn fleiri bollur, frábært til að frysta og næla sér í á aðventunni. Við gáfum okkar bollur til ástvina, mæli með sem aðventugjöf fyrir einhvern sem þér þykir vænt um? Ódýr lausn á fallegum og gómsætum glaðning <3

Gott með og án áleggs ..

 Verði okkur að góðu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Allt er vænt sem vel er grænt ..

Skrifa Innlegg