Fokkenhell, strax kominn annar föstudagur –
Föt dagsins:
Ég er í buxum frá HanKjøbenhavn, sem var ein af þessum fjárfestingum sem borgaði sig gjöööörsamlega. Þær eru stórar og víðar með svona teyju neðst. Þæginlegar en einnig ótrúlega flottar. Eins og þær séu í lúmsku skel efni, en alveg ótrúlega góðar. Svo er ég í svörtum MUF10 bol og svörtu MUF10 hettupeysunni minni og hvítum Valentino skóm. Ég ákvað strax í morgun að ég vildi bara vera svartur og þæginlegur.
Skap dagsins:
Ég er ótrúlega góður, og er bara svona .. ótrúlega sáttur! Vitiði hvað ég á við? Mér líður eins og hlutirnir eru eins og þeir eiga að vera. Ég er að æfa mig í að hætta að láta fólk fara í taugarnar á mér, datt í einhvern óþæginlega pakka í janúar. Svo er mikið að hugleiða og róa mig aðeins. Fannst mjög leiðinlegt að detta í þennan pakka, en eins og alltaf, þakklátur fyrir það líka. Því það hjálpar mér að vaxa og verða betri.
Lag dagsins:
Æ það tengir eflaust enginn við þetta. Núna er Eurovision að svona byrja, forkeppnir og svoleiðis. En ég er að hlusta á lag frá forkeppninni í Noregi sem heitir Out of Air með Didrik og Emil Solli-Tangen. Enginn að tengja? Nei ekkert mál.
Matur dagsins:
Ég fasta sem regla alltaf til kl 12:00 á daginn, en Ashley samstarfsfélagi minn keypti fullt af croissants. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég fékk mér ekki eina. En ég gerði það svo sannarlega. En hey ..
Annars var yfirmaðurinn minn að koma heim frá Couture tískuvikunni í París, svo hann býður okkur yyyyfirleitt í hádegismat eftir svoleiðis ferðir. Svo ég vona að það verði Garbanzo sem verður fyrir valinu. Uppáhalds maturinn minn þessa dagana. Píta, með falafel, allskonar gúrrrmey baunum og laukum og sveppum í allskonar kryddum og marineringu og bara gúrm fyrir allan peninginn. Hjálp! Á góðum dögum bæti ég við Halloumi ost með –
Það sem stóð uppúr í vikunni:
Ætli það sé ekki Kasper svolítið, hann er að vinna extra mikið þessa dagana og er að taka að sér miklu meiri ábyrgð og það er svolitið svona ‘overwhelming’ fyrir hann. Svo hann hefur þurft á mér að halda sem stuðning og allskonar svoleiðis, það veitir mér vellíðan. Höfum talað mikið saman og það er ég alltaf mjög þakklátur fyrir.
Óskalisti vikunnar:
Óskalistinn skal bara ekki vera til þessa vikuna, ég er búinn að eyða aaaaalltof miklum pening þennan mánuðinn. Útsölur eru svo hættulegar. Keypti stuttbuxur frá Palm Angels fyrir Tæland ásamt sundstuttbuxum frá Off-White og tösku frá sama merki, svo missti ég mig óvart í Magasín í fyrradag. Bara, takið af mér kortið. Ég vil ekki einu sinni vera þessi týpa. Jæja .. lífið bítur mig eflaust í rassinn í lok mánaðar.
Plön helgarinnar:
Ég ætla að fara nóg út með Nóel, í garð og leyfa honum að hlaupa og leika. Það er svo erfitt að vera í vinnu og þurfa alltaf að fara út þegar er dimmt, elsku hundkrúttið. Svo út að hlaupa og eyða orku og svoleiðis. Svo er planið að bara njóta og æfa og hlúa að mér og mínum. Bestu vinir mínir hér uppá skrifstofu tóku snaröfugan “Dry January” og það gæti vel farið að verði eitt hvítvínsglas eða eitthvað í kvöld. Hver veit. Allir sem þekkja mig vita að ég er ekki nógu mikill drykkjumaður. Sjáum til!
Góða helgi allir saman! x
Helgaspjallið á Apple Podcast & Spotify
Skrifa Innlegg