fbpx

LAUGARDAGSLÚKK: TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

DRESSLÍFIÐ

Dúllu drengurinn minn Gunnar Manuel fagnaði fjögurra ára afmæli sínu í gær. Hann var svo glaður að fá að fagna deginum sínum á Íslandi og fékk að bjóða nánasta fólkinu sínu í smá afmælisveislu í tilefni þess.

Þessi sæti stolti Íslendingur fæddist í Þýskalandi, bjó helming ævi sinnar í Svíþjóð og er í dag dönsk dúlla og það fer honum vel. Það er ekki hægt að segja að við séum að gefa börnunum okkar hið eðlilega uppeldi með því að flytja með þau á milli tungumála hverju sinni en ég tel það vera þrosakandi á svo margan hátt. Vissulega eru kostir og gallar við þetta eins og annað en sem betur fer höfum við Ísland og þar bjóðum við börnunum okkar stöðuleika, á klakanum með fólkinu sem hann og þau bæði elska svo mikið. Hann hljóp í fangið á gestum gærdagsins og var í skýjunum eftir daginn. Þið getið séð smá story á IG hjá mér HÉR fyrir áhugasama.

Mig langar svo að tala aðeins um þessa kórónu sem ég keypti í As We Grow fyrir helgi. Um er að ræða hönnun frá Sweet Salone sem er hjálparstarf í Afríku, skapað af Arora hönnunarsjóði í samstarfi við íslenska hönnuði. Verkefnið býr til vinnu fyrir heimamenn og gefur svo helming ágóðans (af hverri vöru) til handverkfólksins í Sierra Leone. Lesið allt um þetta fallega merki HÉR … ég elska að styrkja við svona.

Ég keypti mér þetta dress á Kastrup en ég elska að gera góð kaup á útsölunni þegar ég fer þar í gegn í janúar. Buxur og blússa: Malene Birger, Sokkar: Oroblu, Skór: Flattered/GK Reykjavik.

GM er í skyrtu sem ég keypti  á útsölu í Petit, Kóróna: As We Grow, Stuttbuxur: As We Grow, Sokkar: Petit, Skór: Zara

Góður dagur.

Til hamingju með daginn elsku besti drengurinn minn. Mamma elskar þig mest í þessum heimi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

RITSTJÓRI VOGUE MÆLIR MEÐ "WENGER" ÚLPUNNI FRÁ 66°NORÐUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Bergmann

    19. January 2020

    Til hamingju með fallega strákinn þinn <3