fbpx

RITSTJÓRI VOGUE MÆLIR MEÐ “WENGER” ÚLPUNNI FRÁ 66°NORÐUR

Eins og flestir hafa tekið eftir þá hafa dúnúlpur verið áberandi trend þennan veturinn og kannski sérstaklega stórar dúnúlpur. Á Íslandi eru 66°Norður úlpurnar heldur betur áberandi og virðist það teygja sig út fyrir landsteinana. Hér hjá mér í Danmörku fær merkið meiri og meiri athygli og nú rakst ég á grein úr breska blaðinu The Times þar sem Ellie Pithers, ritstýra breska Vouge mælir með “Arséne Wenger”úlpunni frá íslensku Sjóklæðagerðinni.

Greinin ber yfirskriftina – “The parka is over..” og að dúnúlpurnar séu búnar að taka við. Ég er nú ekkert endilega sammála því en dæmi hver fyrir sig.

Ef ég þýði hennar meðmæli yfir á íslensku þá segir hún:

“Ég hef fallið fyrir ökkla síðu dúnúlpunni frá 66°Norður – til að byrja með var hún keypt til að heiðra Arséne Wenger en nú er hún orðin mikilvægur hluti af mínum fataskáp”

Ég á sjálf þessa úlpu og get staðfest það að hún hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.

Ég viðurkenni það fúslega að ég var ekki alveg að skilja þennan Arséne Wenger punkt hjá ritstýrunni en eftir smá googl og upplýsingar frá Gunna þá er ég með á nótunum. Fyrir þá sem eru ekki vel að sér í fótboltafræðum þá er maðurinn semsagt fyrrum þjálfari Arsenal til margra ára og var mikið gert grín af honum fyrir oversized síða dúnúlpu sem hann bar á hliðarlínunni. Vel gert Wenger segi ég bara – á undan öllum öðrum ! Læt fylgja með eina mynd af þessum huggulega Frakka í úlpunni.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram
@trendnetis á Instagram

ÚTSÖLU HEIMSÓKN

Skrifa Innlegg