Ég fór í mjög skemmtilegt verkefni síðustu helgi þar sem ég var að mynda púða fyrirtæki. Myndatakan fór fram í húsi í Espergærde sem er á norður Sjálandi. Húsið hinsvegar var gríðarlega stórt, og það var einnig til sölu á litlar 910 litlar milljónir íslenskra króna. Þar voru meðal annars tvær “álmur” sem voru ekki í notkun. Húsið var alveg við sjóinn, þar var bryggja (sem er einmitt á myndunum), garðhús, annað úti hús og hvað ekki. Þetta var allt hið klikkaðasta. Eigendurnir voru þarna og voru hinir dásamlegustu og upplivelset var bara æði. Ég kannski deili myndum þegar þær eru ready, núna þegar ég er að blaðra svona mikið um húsið. Þetta var samt lúmskt fyndið því ég hef ekki séð eins gráan dag í langan tíma hér í Kaupmannahöfn, það var smá eins og væri myrkur allan tímann. En einhvernveginn tókst mér þetta og myndirnar eru alveg ótrúlega fallegar.
Við enduðum þó daginn hér, á bryggjunni sætu, í roki og rigningu. Sem mér fannst meira segja frekar geggjað –
Skrifa Innlegg