fbpx

GRILL-VEISLA Í BOÐI RÖGGU NAGLA –

DANMÖRKMATURUPPLEVELSE

Ég tjékkaði nýlega af bucket listanum mínum að fara borða matinn hennar Röggu Nagla sem ég hef fylgst með á samfélagsmiðlum í langan tíma. Það er einhver bilaður sjarmur yfir því hvernig hún eldar, svona hollur matur en svo brjálaðslega heimilislegt og matur sem maður tengir við. Þið vitið? Svo í mörg ár hefur mig langað að setjast niður og gjörsamlega smakka og troða í mig allan þann mat sem hún eldar. Það var reyndar alveg hrikalega magnað að fylgjast með henni. Einhvernveginn tókst henni að þruma endalaust af hráefni og hoppa á grillið og hrista í pönnunni og power hakka grænmetið allt á saman tíma og það tók hana ENGA stund að henda í heilt borð af endalausum hollum möguleikum.

Ég mundi frekar ráða hana í veislu en einhvern michelin mat, því þetta var GEGGJAÐ! Ég hefði getað sitið og nartað frá þessum seinni parti til út nóttina.

Grillað súkíní, sem ég hef aldrei spáð í. En þetta var geggjað!

Sumarsalat –

Kartöflurnar voru algjörlega geggjaðar, og grillaður rauður laukur.

Horaða basíl sósan hennar Röggu, sem var jafn góð og hún hljómar.

Horaða kokteilsósan líka!

.. og ég er að skrifa þetta svangur.

Drottningin sjálf ..

Meistari að verki ..

Takk fyrir mig Ragga!

Fyrir áhugasama er 29 Línur með uppskriftarhefti sem heitir Undirbúningur er árangur með uppskriftum eftir Röggu, sem ég mæli með. Hef notað það ansi oft. Þið finnið það HÉR – 

LÍFIÐ MITT MEÐ ADHD - LÍFIÐ NÚNA (LYFJALAUS) ..

Skrifa Innlegg