Ég lofaði að á grammenö mínu að ég mundi taka saman fullt af punktum af því sem ég lærði í Japan og það var alveg ógeðslega mikill áhugi fyrir þessum áfangastað. Sem ég skil alveg ótrúlega vel því mér fannst ég án djóks ekkert vita áður en ég pantaði miða þangað. Fannst ég meira segja ekki undirbúinn þegar ég lagði afstað þrátt fyrir að hafa þrætt hinar ýmsu heimasíður og blogg. Svo ég tók mig til og punktaði niður í Notes hjá mér hið ýmislega sem væri að nýta sér í að fá hugmynd um Japan og sérstaklega fyrir þá sem geta hugsað sér að fara eða jafnvel EEERU að fara. Ókei? Let’s go!
Flugvöllurinn: Yfirleitt höfum við Kasper alltaf eftir langt flug gert okkur lítið fyrir og tekið taxa á hótelið okkar þegar við ferðumst. Eftir langt ferðalag finnst okkur alltílagi að eyða smá pening í að fara beinustu leið uppá hótel. Japan er eins og Ísland, að því leyti (reyndar að mörgu leyti en förum útí það seinna) að þú hoppar ekki uppí taxa til að keyra frá Keflavíkurflugvelli og til Reykjavíkur. Þó að þú eigir smá aukakrónur, þá er það bara ekki worth it. Annaðhvort stekkuru í bússinn eða færð vin eða vandamann til að sækja þig. Narita flugvöllurinn er langt í burtu, eins og ég segi, svipað og Keflavíkurflugvöllur frá Reykjavík. Rúmur klukkutími með lest og strætó.
Suica: Ég er veginn að Sigrún vinkona sagði mér strax frá Suica, semsagt beinustu leið að búa til Suica kort eftir að við lentum og svo fylla á. Þið sem hafið farið til London eða Kaupmannahafnar kannast kannski við Rejsekort eða Oystercard, þetta er kort sem þú tjékkar þig inn og út og fyllir svo á í svona sjálfssala. Ekki nóg að kortið virki í subwayinn (allstaðar í Japan) heldur líka í strætóa útum allt Japan.
Vera alltaf með vegabréfið á sér: Þetta eru fyrstu mistök sem við gerðum. Við vorum ekki með vegabréfið á okkur fyrsta daginn sem við vorum í Japan. Okkur hefur yfirleitt verið kennt að skilja það eftir uppá herbergi og helst bara í svona harðlæstum skáp. En verðin í Japan eru yfirleitt ÁN SKATTS og þetta er gert meira og minna fyrir túristana. Með því að sýna framá að þú búir ekki í Japan, þá færðu að kaupa vöruna á þessu verði. Ef ekki, þá bætist skatturinn ofan í og þú borgar meira fyrir vikið. Eins og ég segi, ég og Kasper föttuðum þetta eftir að við vorum búnir að renna kortinu ansi oft í gegn. Við töpuðum smá penge, en allaf vera með það á sér. Það er samt óþolandi að þegar þú ert að versla þá taka þau kvittanirnar sem eru svo langar og troða þeim í vegabréfið og hefta þær við síðurnar, svo vegabréfið mitt er allt útí holum og var stútfullt af kvittunum.
Engar ruslatunnur (og ekkert rusl): Þetta var stærfræði í þessari ferð sem ég eiginlega skildi ekki (eins og öll önnur stærfræði samt). Í Japan eru ENGAR ruslatunnur, bara, engar. Það er ólöglegt að henda rusli í annarra manna ruslatunnur. Á sama tíma, er bókstaflega – ekkert – rusl á götunni. Þú sérð ekki sígarettustubb, eða tyggjó eða neitt á götunni. Ég gæti sleikt götuna og bara, allt í góðu. Ég fékk minn insider info að neyslumynstrið er bara betra en annarsstaðar. Ég var alltaf með ruslið mitt í vasanum eða ruslapoka í töskunni. Mjög magnað. Mér var sagt að rusla tunnur voru teknar í burtu eftir seinni heimstyrjöldina. Ástæðan veit ég ekki.
Maturinn: Þegar flestir heyra ‘ japanskur matur ‘ fá flestir vatn í munninn og byrja að slefa og hugsa um dýrindis sushi og allskonar dúllerí. Þó svo að sushi er algjör unaður er ekki eins mikið af því í Japan og fólk mætti halda. Ég hélt að sushi væri á hverju götuhorni, vaxi kannski í trjánum, þið vitið. Það er allskonar til, mjög mikið af sjávarréttum. Ég ætla þó ekki að ljúga að maturinn er FÍNN! Ég bara, þetta var svona öðruvísi. Ég greip mér yfirleitt einhverjar vefjur á Starbucks eða Sushi í súpermörkuðum og svo völdum við vel valdna staði til að borða á. Það sem ég mæli lang mest með að borða í Japan er: Okonomiyaki, Sushi & Ramen.
JR passinn & lestirnar: JR passinn er passi sem langbest er að kaupa fyrir brottför, mánuði fyrir jafnvel. En aðeins ef maður ætlar að ferðast um Japan. Passinn er dýr, en hver og ein lestarferð er líka alveg mjög dýr, svo mikilvægt að kanna hvort það geti borgað sig að kaupa passann og svo bara hoppa inn og útúr lestum og heimsækja mismunandi staði. JR línan er oft bæði inní bæjunum en líka milli borga. Hann er ótrúlega þæginlegur og hægt er að kaupa tildæmis 7 daga passa, 14 daga passa, 21 og svo framvegis. Einnig er bullet lestin sem er geggjað að upplifa, hún flýgur á hvorki meira né minna á 320 km hraða og það er sko, bilaður hraði! Maður fann næstum því inneflin sín þrýstast í bakið á manni þegar maður sat í sætunum. Elskaði þetta!
Dýrt: Ef einhver heldur að Japan sé eins og Tæland, Bali, jafnvel Berlín eða einhversstaðar þar. Þá skjáltast ykkur alveg mega mikið. Japan er að mínu mati ekkert öðruvísi en Ísland og Kaupmannahöfn. Það er allt ógeðslega dýrt í Japan. Það er ekkert sem ég upplifði sem var bara “jii gott verð frábært” – eiginlega bara þvert á móti. Plús það eru geggjaðar búðir í Japan svo passið ykkur að vera með ágætis budget!
Shopping: Talandi um peninga og peningaeyðslu þá hef ég aldrei eytt eins miklum pening í lífi mínu. Í Japan eru endalausar vintage og resell búðir, allt í Japan er einhvernveginn gæði, það er erfitt að lýsa því, það er ekkert Kína drasl og svoleiðis, merki eins og Uniqlo og Commes Des Garcons eru töluvert ódýrari en annarsstaðar. Supreme er í Tokyo ásamt alveg endalaust af flottum búðum sem ég bæði hef ekki séð áður og umfangið einhvernveginn alveg ógeðslega flott og vel gert.
Japanir: Af því sem ég upplifði eru Japanir einstaklega hjálpsamir og góðir. Ég lenti ekki í neinu eða varð vitni að neinu óþæginlegu. Ef ég þurfti að spurja voru þeir alltaf til í að hjálpa hvort svo sem þeir kunnu ensku eða ekki. Þeir passa sig mikið, mjög mikið af “aaah sory sorry” og svoleiðis. Maður eiginlega datt í þannig hegðun líka. (Einmitt fólk, góðmennska er smitandi, fýla og dónaskapur er líka smitandi, think about it) Ég féll alveg fyrir kúltúrnum að þessu leyti.
3G/4G: Þetta er frekar fyndið því ég hefði ALDREI grunað að ég mundi vera vafrandi um Tokyo og Kyoto án þess að vera með 4G. Við Kasper fundum svona símafyrirtækis 4G læti stað á flugvellinum en við fengum eiginlega áfall hvað þetta var dýrt. Dagurinn kostaði sirka 1600 íslenskar, fannst það svolítið extreme og var alveg vissum að það væri nóg af þessu inní bænum. Hef gert það bæði á Bali og Tælandi, og eiginlega bara útum allt. Einnig var ég búinn að lesa mig til um að það væri hinu ýmsu sjálfssalar og almennt alveg ótrúlega margir sjálfsalar. Ég fann ekki einn sjálfsala eða búð með Sim-korti. Frekar hellað, svo fyndin staðreynd að við Kasper vorum ekki með 4G neitt í ferðinni. Við fengum síma til afnota á einu hóteli í Tokyo og húsinu í Kyoto sem hjálpaði helling. En svo skipulögðum við okkur bara! Nada problemo. Og já, öll Wifi í Japan eru MEGA góð! Starbucks og bara you name it!
Google Maps: Ef þú ætlar til Japans, þá er Google Maps besti vinur þinn. Það reiknar út allar lestir, subway, strætó-a. Algjör snilld! Meira var það ekki –
Reglur: Japanir eru mjög miklir reglumenn og það er svosem ekkert öðruvísi en Danirnir, svo ég er vanur. Nema það lítur allt út fyrir að þeir eru aðeins skárri í skapinu. Danirnir alltaf í viðbragðsstöðu til að árása. Þannig upplifði ég það alls ekki í Japan. Við Kasper löbbuðum einu sinni yfir rautt ljós, þegar gamall maður labbaði til okkar og benti á rauða ljósið skælbrosandi og klappaði svo Kasper á hendina. Brosið fékk okkur til að labba aldrei yfir á rauðu aftur. Bros borgar sig!
Andlitsgrímurnar: Andlitsgrímukúltúrinn er mjög stór í Japan, enn meira en mig hefði grunað. Ég sá þetta bara í Kína þegar ég var þar en þá var þetta að sjálfssögðu til að komast hjá því að vera ekki að anda að sér menguðu lofti. Andlitsgríma þýðir svolítið annað í Japan sem einkennist af tillitssemi. Ef maður er lasinn, veikur, með hósta eða bara eitthvað tussulegur, þá hendir maður á sig grímu til að spreða ekki sýklunum á annað fólk og útí hreint loftið. Sem er mjög falleg hugmynd. Finnst mér –
Mikið labb: Að ferðast um Japan er einn af þessum stöðum sem maður labbar EEEEENDALAUST. Ég sver að ég missti smá kíló í þessari ferð. Sem betur fer. Svo munið eftir góðum skóm og ekki fara í nýja skó og gera sömu mistök og ég! Ég endaði á einhverjum hótel inniskóm vafrandi um alla Osaka –
Allt er lítið: Að ætlast til að gista á svítum, stórum húsum er hugmynd sem má gleyma strax. Í Japan er bókstaflega allt lítið. Bílarnir eru litlir, húsin lítil, hótel herbergi lítil, bílskúrar litlir, allt er lítið. Við Kasper leigðum okkur hús í Kyoto þar sem við borguðum jafn mikið fyrir tvær nætur og við mundum borga fyrir 10 nætur í Tælandi á flottu hóteli. Við bjuggumst við frekar stóru húsi miðað við verðið, en svo var ekki. Allt – er – lítið.
Subwayinn: Að nota neðanjarðarlestina í Japan er hrikalega þæginlegt, með hjálp Google Maps veistu nákvæmlega hvað þú átt að gera. Þæginlegt, þæginlegt þæginlegt!
Taxarnir: Taxarnir eru eins og leigubílarnir hérna heima á Íslandi og í Kaupmannahöfn, svo hægt er að miða svolítið við það. 15 mínútur í bíl geta auðveldlega orðið 3000 kr.
Onsen: HÉR má lesa allt um Onsen sem ég skrifaði um daginn! Sem er stór partur af japönskum kúltúr.
Klósettin: Klósettin voru eitt af því eina tæknilega sem ég upplifði í Japan (meira um það fyrir neðan). Klósett setan er sjóðandi heit, eins óþæginlegt og það er kósý. Vatni er sprautað uppí .. þið vitið. Þau eru oft á bara á japönsku svo þrisvar ýtti ég á takkann sem var sprautauppírass sem ég hélt að væri sturta niður. Svo þið getið ímyndað ykkur mig, með vatn útum allt að grúfa mig í hornið því vélmennaklósettið er að sprauta vatni uppí loftið. Ég hugga mig við það að ég held að þetta sé hreint vatn? Og ekki klósett vatn? Þið vitið. Annars, mjög krúttlegt, en klósett ferð nr 3 þá hættir þetta að vera spennandi og bara kósí.
Vatn með máltíðum og kranavatn: Eitt sem er eins og heima á Íslandi, maður fær vatn með máltíðinni og þarf ekki að borga 500 kr fyrir vatnið eins og hér í Kaupmannahöfn. Það er mega kósý. Kranavatnið í Japan MÁ DREKKA, og flestir drekka, það er mælt með svona filter til að setja á stútinn. En það kom skemmtilega á óvart. Við reyndar drukkum vatn úr flöskum og reyndum að nýta áfyllingar í flöskurnar okkar eins vel og mikið og við gátum.
Ekkert Pokemon & Anime: Ég sem hélt að Pikachu væri þjóðardýr Japans, og að það væri jafn eðlilegt að eiga pokemon bolta og eiga farsíma, og að fólk reyndi að fanga dúfur og kalla þá Pokemon. Vitiði hvað ég á við? WRONG! Eina sem ég fann, bara eitthvað gamalt Anime safn, annars ekkert. Svo eru örfáar Pokemon búðir, sem eru ekki einu sinni það impressive. En það er svæði í Tokyo sem heitir Akihabara, sem er það Tokyo sem ég hélt að væri. Það var mjög skemmtilegt að heimsækja það! Mæli með – annars er Tokyo, Kyoto, Osaka bara mjög klassísk, róleg, traditional og hugguleg. Ekki eins crazy og vélmennileg og ég hélt.
Innstungur: Eldsnöggt, kaupa adaptor fyrir innstungur strax. Því þær eru ekkert eins og okkar –
Sjónvarp: Allt sjónvarp á öllum hótelum er á Japönsku, og ekkert skemmtilegt. Allt leiðinlegt.
Sykur & nammi: Að lifa sykurlausum lífsstíl í Japan er SVO easy! Það er allt morandi í hnetum og hollum snacks. En það er algjört mission að finna Snickers. Ekki það að ég gerði einhverja leit, ég var svoooo feginn að vera ekki með sykur í kringum mig. Það er enginn nammikúltúr eins og við þekkjum á Íslandi. Enda þekkist varla til dæmis athyglisbrestur í japönsku samfélagi. Tilviljun? I THINK NOT!
Annars mæli ég hiklaust með Japan! Algjör upplifun að koma þangað!
x
Skrifa Innlegg