fbpx

JAPAN: VERSLUNARBRJÁLÆÐIÐ

NEW INTRAVEL

Ég veit hreinlega ekki hvað hefur komið yfir mig. Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki týpan sem verslar mikið. Ég nýti ýmis tækifæri til að gera góð kaup, en ég er ekki týpan sem svona, æ ætla fara versla mér eitthvað, það er svo gaman. Ég er meira bara svona freeeekar rólegur, en ef það er eitthvað tækifæri, útsölur, afslátturinn hans Kaspers í Magasín, æ þið vitið. NEMA HVAÐ ..

Eftir að ég lenti hér í Tokyo, þá veit ég hreinlega ekki hvað gerðist við mig. Fyrsta daginn var ég farinn að renna kortinu í gegn eins og bjáni. Svo kom næsti dagur og ég hélt áfram .. og svo kom ég til Kyoto og þá hugsaði ég, jæja ekkert hér nema kúltúr. Ég endaði á japönskum loppumarkaði og keypti átta kíló-a 60 ára gamla sake flösku, ég meina, afhverju ekki?

Svo eftir að ég og Kasper vorum báðir búnir að missa okkur bæði í Tokyo og hér í Kyoto þá kíktum við á reikninginn okkar. OG BY THE WAY, þá var Kasper MIKLU verri en ég. Hann er týpan sem bara VEEEERÐUR að eignast þetta og eyðir miklu meiri peningum þegar hann er í ruglinu. Mér finnst ég eyða peningum í geggjað góss. En ég sagði við sjálfan mig að þetta er allt afmælisgjafir handa mér, því ég á afmæli 3 júní og finnst ég eiga afmælisgjafir skilið. Vitiði hvað ég á við?

En já, when in Japan .. ekki eins og ég komi aftur á næstunni.

.. og hér er Mount Fuji, sem er GEGGJAÐ! Fannst það samt ekki virka það hátt, eins og hvert annað fjall á Íslandi. En það var geggjað. Ætla að klifra það einn daginn.

@helgiomarsson

JAPAN: BAMBUS SKÓGUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur Sif

    31. May 2019

    Verður að sýna betur ofaní pokana! Er of forvitin