Þessi færsla er í samstarfi við Bpro
Það eru allskonar skelli spurningar sem poppa í hausinn þegar þú ert 27 ára karlmaður. Mun ég missa hárið? Mun ég fá hár á bakið? Mun nefið á mér stækka? EYRUN LÍKA? ÞIÐ VITIÐ. Allt þetta sem við höfum séð í kringum okkur í gegnum tíðina. Áður fyrr hef ég allavega alltaf hugsað að ég þarf ekki að hafa áhyggjur því tæknin mun finna öll þau svör sem ég þarf. Sama má segja með húðflúr, á ekki að vera löngu komið eitthvað krem?
Ég er reyndar mjög heppinn (SJÖNÍUÞRETTÁN) að vera enn með öll hárin mín á hausnum og ekki enn komið neitt á bakið ennþá nema eitt sem poppar upp í hvert skipti sem er fullt tungl. Mér finnst allavega alls ekki of snemmt að fara fyrirbyggja og pæla og spá í hvernig ég get haldið hárinu mínu þykku og fallegu eins vel og ég get. Þar kemur Label:M eða Label:Men sterkt inn. Herralínan þeirra hefur nefnilega mínar vangaveltur að sínu leiðarljósi. Heilbrigt og þykkt hár hjá okkur strákunum eins lengi og hægt er, og hlakka ég til að sýna ykkur fleiri vörur af þessu tagi því þær eru nefnilega nokkrar til hjálpa við þetta allt saman. Ég er einn af þeim sem er bara drullu pirrandi hársvörð og þetta sjampó er hannað til að þykkja, vinna að hártapi & róa og balansera hársvörð. Ég hef notað þetta sjampó síðan í lok ágúst, svo ég held að mér sé óhætt að gefa því 5 stjörnur af fimm eftir notkunina. Það hefur meðal annars unnið til verðlauna sem besta sjampóið hjá GQ og þeim treysti ég ágætlega.
Fæst á ÞESSUM SÖLUSTÖÐUM –
Instagram: helgiomarsson
Snap: helgiomars
Skrifa Innlegg