UPPFÆRT
Takk takk takk allir sem tókuð þátt hér að neðan <3
Ég hef loksins dregið út vinningshafa sem ég vona að njóti góðs af jóla glaðningnum.
Það var Anna Lísa Ríkharðsdóttir sem er sú heppna að þessu sinni. Vinsamlegast hafðu samband við mig á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.
Mínar allra bestu hátíðarkveðjur á ykkur öll <3 takk fyrir að kíkja stundum við!
________
Fyrr í dag setti ég inn síðustu aðventugjöfina á Instagram: HÉR …
.. ég er þó ekki alveg hætt og ætla halda gjafmildinni aðeins áfram. Þetta verður þó síðasta gjöfin til ykkar lesenda fyrir jólin. Ég hef gefið fjórar gjafir á Instagram í desember og langaði líka að fá að gefa eina jólagjöf beint í gegnum bloggið. Það er því við hæfi að gefa vegleg gjöf frá vinum mínum á Skólavörðustíg, ég held mig mikið á Skólavörðustígnum þessa dagana enda ein af mínum uppáhalds götum í Reykjavík ;)
Um er að ræða 100.000 (!!) króna inneign í iglo+indi, Tulipop og Fló skóverslun. Jólin eru tími barnanna og því er við hæfi að við gefum svona stóra gjöf til smáfólksins og að sjálfsögðu eru þetta allt verslanir sem ég sjálf er svo hrifin af fyrir mitt litla fólk. Öll þekkjum við smáfólk í kringum okkur sem við viljum gleðja á þessum tíma árs.
HUGMYNDIR Í JÓLAPAKKANN FYRIR LITLAR HETJUR
Brúnir leðurskór: Angulus, Inniskór: Enfant , Bítlaskór: Bundgaard. Meira: HÉR
Veggspjald: Tulipop, Bangsar: Tulipop, Taska: Tulipop, Lampi: Tulipop. Meira: HÉR
Húfa: iglo+indi, Skyrta: iglo+indi, Bolur: iglo+indi, kjóll: iglo+indi, pels: iglo+indi, Sokkar: iglo+indi. Meira: HÉR
MÍNAR HETJUR
Alba og Manuel klæðast –
Föt: iglo+indi
Skór: Froddo/Fló
Bangsar: Tulipop
Ég held mikið uppá þessa boli frá iglo+indi sem þau klæðast í stíl. “Come as you are” er frábær setning að tileinka sér strax frá ungum aldri. Kennum börnunum okkar að fara eftir þessum ágætu orðum.
Bangsarnir hafa verið í uppáhaldi hjá krökkunum lengi. Gunnar Manuel heldur á Miss Maddy og Alba á Fred – þau eru bæði góðir vinir okkar.
Skórnir eru þýskir gæða leðurskór – svokallaðir bítlaskór.
Hvernig segir jólasveinninn? HOHOHÓ!
LÉTTAR LEIKREGLUR:
- Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafni.
- Deila þessari færslu (stilla færsluna á public til að ég sjái að þú hafir deilt).
- Verslanirnar eru auðvitað allar með Facebook síðu – iglo+indi, Tulipop & Fló.
Það er þó ekki skylda að fylgja þeim.100.000 (!!) krónur er mikill peningur og því til mikils að vinna!!Ég dreg út þann heppna á Þorláksmessu í hádeginu og getur sá heppni eytt deginum á þessari fallegu götu. Rölt á milli þessara fallegu barnaverslana og fengið sér heitt kakó og vöfflur á Kaffi Mokka – ohh, ég væri sko til í þannig dag.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg