JÆJA –
Íslensku hópurinn samanstóð af mér, Elísubetu Gunnars okkar, Álfrúnu frá Glamour, Sögu Sig ljósmyndara og Thelmu Guðmundsen sem er bloggari.
Við gistum á hóteli beint niðrí bæ og bíll kom og sótti okkur korter fyrir mætingu og var okkur svo keyrt á áfangastað, sem var einum of fallegur. En teitið var haldið í sænska sendiráðinu í Osló og húsið var ekkert djók fallegt.
Áður en við förum yfir þetta allt saman langar mig að undirstrika þetta: Takk Anna Margrét fyrir allt saman! Hún er íslenska drollan innan H&M veldisins og dekraði og reddaði ekkert lítið fyrir okkur ízlenska hópinn. Takk fyrir mig, þú ert stórkostleg.
Eins og sannir Íslendingar mættum við tímanlega og á tíma. Gæti ekki verið meiri kaldhæðni, við mættum þó á réttum tíma. Ízlendingar step it up.
EG & Anna Margrét okkar
Náði þessari skyrtu eftir að ég snéri kokkinn niður sem greip í hana líka.
Nýi besti vinur minn Daníel ..
Joanna H&M drolla
EG og sæta stelpan frá SKAM sem deitaði Isak áður en Isak byrjaði með Evan
og Storm, sem er insta súperstar.
Insta: helgiomarsson
Snap: helgiomars
Skrifa Innlegg