English Version Below
Góðan daginn frá sænska landinu þar sem undirituð drekkur bolla númer þrjú (klukkan er 10 hérna megin við hafið) og skipuleggur verkefni haustsins. Það eru örugglega fleiri en ég sem óska þess að eiga fleiri stundir í sólahringnum? Ég vinn alltof hægt niður to do listann þó ég óski þess að staðan væri önnur.
Ég þarf að þrífa tölvuna mína … úps.
Peysa: AndreA Boutiqe
Árlega kem ég því að á blogginu hversu vel ég kann við haustið og þá rútínu sem fylgir þessum tíma. Í morgun hef ég setið við tölvuna og unnið úr margvíslegum verkefnum. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa mikið að gera og myndi ekki vilja hafa lífið öðruvísi. Þó finnst mér ótrúlega mikilvægt að punkta hjá mér þá hluti sem ég ætla að koma í verk og vinna eitt og eitt verkefni vel og vandlega áður en ég hoppa yfir í næsta. Memo línan frá Reykjavík Letterpress hefur verið að hjálpa mér á hliðarlínunni en ég uppgötvaði þessa íslensku snilld fyrir ári síðan og sagði ykkur einmitt frá henni hér á blogginu.
Þetta er útsýnið í augnablikinu.
//
Rutine is the best thing about fall. This morning I am trying to get things done .. unbelievable how time flies.
Lets go go!!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg